Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 78

Andvari - 01.07.1960, Page 78
172 FINNBOGT GUÐMUNDSSON ANDVAIU Oft var ég hjá þér á hrjóstrugri slóð, í huganum sá ég þig lalla einan um lágnættið yrkjandi ljóð „austur í blámóðu fjalla". Oft var ég hryggur í „hugarins borg“, því heiminn að misjöfnu þekki. — — En það er mér huggun í þrautum og sorg, að Eýzkarinn „drepti" þig ekki. Þótt erindi það sé fallegt, er Kristján orti, er hann frétti lát Stephans, verður manni minnisstæðari vísa ein í kvæði, er hann flutti að Mountain 1. júlí 1928 á 50 ára afmælishátíð íslenzku byggðanna í Norður-Dakota. En :í þeirri vísu minnist Kristján Stephans og dvalar hans á þeim slóðum á cftirfarandi liátt: Þá sögu hljóðir segja menn, að suður í Garðar-skóg eitt fornlegt hreiður finnist cnn, hvar Fjallaörninn hjó. Mountain 22. des. 1915 Kæri vinur, alla tíma sæll. Betra er seint en aldrei, segir máltækið, og í því trausti hripa ég þér þessar línur. Þá er fyrst að þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Það er geymt, en ekki glevmt. Jónas okkar Hall var hér hjá mér í gær og sýndi mér bréfið frá þér. Við vorum að reyna að gizka á, hver væri vinur Heimskringlu, en varð ekkert ágengt. Jónas færði mér bréf frá Jóni Helgasyni prófessor, þar sem hann er að afsaka sig og biðja fyrirgefningar. Ég tek hér kafla úr því, sem þú þarft að sjá: Þegar ég var vestra í fyrra sumar, heyrði ég nærri því hvar sem ég [kom] smá- kviðlinga Káins. Mér þóttu þeir óvenju smellnir, lærði suma jafnskjótt og heyrði, skrifaði aðra upp, til þess að ekki skyldu gleymast. Eftir að ég var kominn heim, sendi vinur okkar Jónas Hall ýmislcgt af sama tagi, sem yður cf til vill er ekki ókunnugt um. Ég hafði lofað ýmsum kunningjum hér heima að heyra ýmislegt af kviðlingum yðar, þar á meðal prófessor Ágúst Bjarnason, sem ásamt Jóni Ólafs- syni og Einari Hjörleifssyni gefur út tíma- ritið Iðunni. Próf. Ágúst, ekki síður en aðrir, sem heyrðu, varð svo hrifinn af fyndni yðar og smellnu kviðlingum, að hann særði mig um að fá að prenta eitt- hvað af þeim í Iðunni og sagðist mundu reyna að útvega sér mynd af yður til að láta verða þeim samferða í ritinu. Eg maldaði í móinn í fyrstu, kvað mig bresta heimild til þeirra hluta og svo framv., en hann hélt áfrarn að biðja, og ég rcyndist þá ekki fastari á svellinu en svo, að ég varð um síðir við þrábeiðni hans. Þetta Iðunnar hefti sendi ég yður nú, jafnframt línum þessum, og þar getið þér séð sjálfur misgjörð mína gagnvart Káinn skáldi. Að kviðlingar yðar hafi gjört lukku hér heima, þarf naumast að taka fram fremur en hvern sjálfsagðan hlut, það er blátt áfram óhugsanlegt annað. En allt fyrir það hefi ég hálfgjörða samvizku nögun yfir að hafa látið prenta þetta „sýnishorn" kviðl- inga yðar að yður fornspurðum. Og auÖ- vitað er það mín vonda samvizka, sem hér hefur knúið mér penna í hönd til þess að biðja yður afsökunar á þessum tiltekt- um mínum. Sjáið þér nokkra leið til að fyrirgefa brot mitt? Svo mörg eru þessi hcilags anda orð, ég hripa þctta upp til afsökunar sjálfum mér, eins og þú sérð. Jón hefitr einhver- staðar fiskað upp Kolbeinslags 'ísuna, sem ég gjörði í fyrra. Ég hafði aldrei ort visu undir þeim hætti og hafði gaman að reyna það. Ég bað Jónas að senda þér hana, áður en ég sagði hana nokkrum öðrum, og geta þess um leið, að þú ættir ekki nema seinru partinn. Jónas gleymdi vísunni og löngu seinna sendi hana athugasemdalaust. Eg heyrði það í svari þínu, að þú hafðir ekki

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.