Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 80

Andvari - 01.07.1960, Page 80
174 l-INNiJOGl GUÐMUNDSSON ANDVAltl tckið það illa upp. Samt féll mér illa, að Jón skyldi vera að prenta liana. En við verðum báðir að leggja saman og reyna að fyrirgefa honum. Sjaldan er góð vísa of hátt kveðin, sagði kall heima. Eins má ég segja, ég sendi þér tvær vísur í fyrra, og löngu seinna meðgekk strákur, sem keyrði póst- inn nokkra daga, að hann hefði týnt bréf- inu, áður en hann kom til Edinb. Nú sendi ég þér aðra útgáfu, ef ske kynni, að hún kæmist slysalaust. Annað karðið er af fjósinu okkar, þar sem ég el mann- inn mikið af tíma. Hitt er mynd af mér 25 ára. Ég vissi, að þú ert fjósamaður eins og ég Og mundir hafa gaman af því að sjá mitt musteri. Það er 70 1 36 b og sagt fallegasta hlaðan í Countyinu. Svo óska ég þér gleðilegra jóla. Vertu svo blessaður alla daga. Ég bið kærlega að heilsa kunningjunum. Ég skal senda þér brag, sem Þorska- bítur sendi mér í haust, ef þú hefðir gaman af þvi, líka eitthvað af rusli eftir sjálfan mig. Með virðing og vinsemd þinn einlægur Kristján N. Júlíus Mountain 18. jan. 1921 Góði og gamli vinur. Ég er nýbúinn að fá þitt góða og hlý- lega bréf. Það hefur víst tekið af sér „þráðbeinan krók“. Ég vissi ekki neitt nákvæmlega, hvað mannmargir þið væruð þarnana í Efra, en bækurnar voru búnar út 50 í hverjum pakka, og ég vildi ekki vera að saga J>að, bróðir. Þú hefur sjálf- sagt nóg húsrúm til þess að geyma þær þangað til í vor, að ég kem og tek þær og „reisi“ með þær vestur á strönd og annaðhvort sel þær eða dompa þcim í Kyrrahafið. Þú munt hafa rétt íyrir þér, að ég hef ekki getið um verð bókarinnar í bréfinu til þín, og það hefur annaðhvort verið af því, að ég hef haldið, að þú værir búinn að sjá það í blöðunum eða ég hef skammazt mín fyrir það (þó ólíklegt sé) 3 dali. Sölulaun eru 25 procent. Það er að sjá, að þú hafir svipaða skoð- un eins og þeir forðum, sem sögðu, að ekkert gott gæti komið frá Nazaret, cnda er Jær Jjað ekki láandi. Það hefur reynzt svo að minnsta kosti í þinn garð. En svo- leiðis var ástandið fyrir mér, að það var ekki um neitt að velja og ég hef ekkert annað af þeim reynt en blessaða ljúf- mennskuna, hvað sem seinna verður. Eg hef ekki úr háum söðli að detta og ekkert af mér að hafa nema æruna, og hún er ekki á marga fiska. Ef J>ú getur selt eitthvað af skrudd- unni, J)á er það bezt, að þú eigir við mig, en þ>ú skalt ekki vera að hugsa um að vilna mér neitt í. Það hefur enga þýðingu og ekkert víst, að ég hafi neitt gagn af því. Busnes is Busness, my frend.1) Ég fékk bréf frá vini okkar Jónasi Hall nýlega. Hann er búinn að fá sama emb- ætti eins og Sánkti Pétur, J>ó ekki í himna- ríki, heldur í Bismarck. Hann segist sitja þar á stól í þingsalnum rétt innan við dyrnar og sjá allan skrípaleikinn. Mér þótti vænt um, að hann fékk að létta sér ögn upp. Hann hefur verið þrælbundinn heima fyrirfarandi og orðið að leggja of mikið á sig. Ég ætla ekki að minnast neitt á Vígslóða í þctta sinn. En rnargt er skrítið í harmoníu, nú eru Jieir báðir komnir á stúfana Olafur Tryggvason og Lárus Guðmjundjsson. Hvað næst oft verður mikill eldur af litlum neista. Kveð- skap ei þeir létu fylgja lengur, Jjví lagt 1) Stafsetningu bréfritara er baldið hér og a nokkrum öðrum stöðum.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.