Andvari

Volume

Andvari - 01.07.1960, Page 82

Andvari - 01.07.1960, Page 82
176 1'INNiiOGl GUÐMUNDSSON ANDVAIU kirkju klukkan 4, ef vcður leyfði, en veðrið leyfði það ekki. En það varð til þess, að ég gerði þessa afsökun: Engu kvíði ég „eymda kífi“, illa þó að sæki messu, því heiðarlegu hundalífi hef ég lifað fram að þessu. Mikið hefur gengið á með Víga-Glúm þinn og margur átt þar högg í annars garði, en mér sýnist allt sitja í sama horfi enn, eins og þegar byrjað var. Það mætti fleygja öllu því, sem komið er, og byrja upp á nýtt upp á það, að almenningur er engu nær fyrir þær upplýsingar, sem hann hefur fengið enn þá fyrir skaðvæni hans hjá Nikk og kompaní. Mér þótti þú stinga ónotalega upp í O. T. Johnson, og þar var engu logið. Ekki meira urn það núna, það er komið fram yfir miðnætti. Eg er í fjósinu 14 tíma á hverjum degi og hef verið síðan um nýár, en nú um mán- aðamótin kemur maður, sem leysir mig af hólmi. Þá þarf ég að fara að flækjast eitthvað um byggðina með Kviðlinga. Þá hef ég tíma til [aðj skrifa þér langt bréf og fróðlegt. Ég kom fáeinum skrudd- um til F. J. Erlendssonar til að fá þær bundnar í skinn, en er ekki búinn að fá þær enn. Ég ætlaði þér eina. Séra Kristinn sagði mér, að hann hefði verið lasinn af gikt og ekki getað sinnt bókbandi nú um tíma. En ég býst við, að það verði ekki langt þangað til þær koma, þá sendi ég þér eina. Ég bið kærlega að heilsa konu þinni með þakklæti fyrir það, sem hún hefur gert fyrir mig óverðugan, og eins Grími Steingrímssyni. Vertu svo blessaður og sæll þar til næst, að ég sendi þér línu. Með vinsemd þinn K. N. Júlíus Hvaða högur heldur þú, að Maggí Benediktsson hafi átt við, að hafi spilh fyrir Kviðlingum? Þær geta auðvitað ver- ið margar eða allar með því marki brennd- ar.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.