Andvari - 01.07.1960, Qupperneq 89
ANDVAIiI skáldskapur OG VERULEIKI 183
liarðstj órnina enda í taumlausu sjálfræði,
réttnefndum óskapnaði. Fullir undrunar
höfum vér séð ábyrga stjórnmálamenn
víkja sér undan ábyrgð sinni, og með
sörnu undrun höfum vér séð mikla vís-
indamenn, fræga hugsuði og hrifna hug-
sjónamenn hlaupa í gönur með hugsanir
°g hugmyndir, sem leiddu til þjáningar
°g dauða manna í milljónatali. f dag skilj-
um vér fullvel þá æskumenn, sem snúa
sér í fyrirlitningu frá öllum glamuryrðum
°g slagorðum. En ef vér viljurn finna
veruleikann í öllum þessum óraunvcru-
leika, leita sannleikans bak við alla þessa
ringulreið og fjarstæðukenndu staðreynd-
lr, þá verðum vér enn sem áSur að flýja
á náðir skáldanna, sem halda ótrauð áfram
tilraunum sínum til þess að draga upp
rétta mynd manns og tíma og láta ekkert
annað stjórna sér en viljann til að vera
sönn í list sinni. Oft verðum vér fyrir
vonbrigðum, þegar vér snúum oss til
skáldanna til þess að leita huggunar, en
finnum í hennar stað helberan ótta og
örvæntingu. En nauðugir viljugir verðum
vér þar að horfast í augu viS oss sjálfa,
vér sjáum vort eigiS svipmót, vorar eigin
f ngsanir og athafnir, oss sjálfa, manninn
'neð sínum kostum og löstum. Og aldrei
fiirum vér algera erindisleysu, því að hin
dýpsta örvænting getur falið í sér vonar-
neista. Og ef vér látum afvegaleiðast af
f arðstjórnarhrópum nútímans úr austri
cSa vestri, ef vér freistumst til að efast
um þýSingu skáldskaparins í sambandi
við hinar stórhrikalegu staðreyndir stjórn-
málanna, þá þurfum vér ekki annað en
renna augunum aftur í tímann. Hvers
virði væri hin vestræna menning nú í
^ag, ef hún hefði ekki átt sín skáld? Hvað
mundi hún vcra án Hómcrs og grísku
harmleikjanna, án fornsagnanna, án
Oantes og Shakespeares? Hvað mundum
Ver vita um hiS raunvendega ástand í
Rússlandi, cf ekki hcfðu uppi verið skáld
scm Tolstoj og Dostojevski? Er ckki fólg-
in von um betri skilning og samkomulag
milli hinna tveggja aðgreindu heima í
þeirri staðreynd, að hinn mikli skáldskap-
ur fortíÖarinnar verkar nú á dögum sem
lifandi andlegur kraftur í öllu hinu mikla
rússneska samfélagi? Og ef vér lítum í
vom cigin barm, cf oss liggur við að ör-
vænta við tilhugsunina um þá efnis-
hyggju, þá andlegu útþynningu og póli-
tísku sambræðslu, sem Ameríka hefur
fært oss til handa, þá megum vér ekki
gleyma því, að einnig þar er að finna
hinn stórfenglegasta, kjarkmesta og raun-
sæjasta nútíðarskáldskap.
Scm rithöfundur getur maður því ekki
annað gert en Iialdið áfram tilraun sinni
að skilja hið óskiljanlega og gera það
mögulegt, sem ómögulegt er. Þctta verÖur
að gera, þótt það sé dæmt til að mistakast,
þótt ekki sé annað til umráða en ónóg
hjálpargögn, dómgreind af skornum
skammti og gloppótt þekking. Þetta verð-
ur að gera þrátt fyrir uinkomuleysi lista-
mannsins og þá litlu virðingu, sem hann
nýtur í nútíma þjóSfélagi, þar sem sam-
keppnisandi og dýrkun veraldargengis
mótar jafnvel hina ábyrgu gagnrýni, svo
að aðra stundina hefur bún listamanninn
til skýjanna upp í skjannabirtu falsaðrar
leikfrægðar, en kaffærir hann hina stund-
ina í spotti og spé, sem hann hefur ekki
heldur til unnið. En mitt í öllu þessu
argaþrasi má hann aldrei afneita þeim
sannleika, sem hann langar oftlega að
ýta frá sér, því að hann er uggvænlegur
og ábyrgðin þung, sem honum fylgir —
þeim sannleika, sem hann verður nauð-
ugur viljugur að játast undir og veita
viðtöku, ckki af hégómlegri mikilmennsku
heldur í djúpri auðmýkt: þeim sannleíka,
að penninn er máttugri en sverðið.
Freysteinn Gnnnarsson þýddi,