Andvari - 01.07.1960, Síða 93
ANDVARI
SMÍÐI JÖKULSÁRBRÚAR Á SÓLHEIMASANDI
187
]ökulsárbrúin á Sólheimasandi.
sumariS, sem við vorum þarna. Það var
mórgmn sinnum stærra og vatnsmeira en
hin venjulegu hlaup. Ég tel ýkjulaust, að
það hafi flutt 6—8 sinnum meira vatn en
hin hlaupin á jöfnum tíma. Það stóð yfir
1 sjö sólarhringa. Það sagði mér Hjörleifur
Jónsson, bóndi í Skarðshlíð (en hann
numdi síðasta hlaup þess), að þessi hlaup
Vaeru talin koma á nálægt 60 ára fresti,
°§ að 58 ár væru liðin frá síðasta Rauða-
l°nshlaupi, en svo eru þau nefnd. Ég á
erfitt með að gjöra mér Ijósa hugmynd
u,n það vatnsmagn, sem áin þá flutti
É'am. Þó er gaman að geta hér þeirra
ofullkomnu athugana, er við reyndum að
§era á því.
Þar sem áin kom undan skriðjöklinum,
oafði myndazt vík inn að göngunum,
oiilli standhergs að vestan og jökulhamars
aÓ austan, sem náði um 100 -120 m frarn
á aurana, og var að ágizkun um 80 m
breitt. Einn sunnudag, er þetta hlaup
stóð yfir, gekk Hallgrímur Jónasson, sem
nú er yfirkennari við Kennaraskólann í
Reykjavík, inn á múlann vestan árinnar
þar sem hún kom undan jöklinum. Tók
hann þá eftir því, að jaki hafði orðið eftir
á syllu í berginu og mundi því hlaupið
vera að fjara, þar sem vatnið náði ekki til
jakans. Seinna, þegar við höfðum tírna til,
fórum við inn eftir og mældum með handi
hæð jakans frá yfirhorði árinnar, sem þá
var með nokkurn veginn eðlilegu vatni.
Við töldum þessa hæð vera 25 m, og mun
það mjög nærri lagi, en þó ekki nákvæmt,
þar sem við vorurn svo hátt ofar jakanum,
að einhverju gat skeikað, cn þó vart mcir
en 25 em til eða frá. Það sama er að segja
um hin málin, þau gátum við alls ekki
mælt, en okkur kom saman um, að það