Andvari

Árgangur

Andvari - 01.07.1960, Síða 94

Andvari - 01.07.1960, Síða 94
188 JÓIIANN KR. ÓLAFSSON ANDVAIII væri mjög nærri lagi. Ég tel, að þetta gcti gcfið nokkra hugmynd um það vatns- magn er áin flutti fram. Það mun láta nærri, að áin renni með 4—5 m hraða á sekúndu með venjulegu vatni, en að líkindum nokkru hraðar með svona miklu vatni. Þá har svo við sunnudaginn næstan fyrir hvítasunnu vorið 1920, að við lögð- um af stað austur að Jökulsá fjórir karl- menn og ein stúlka, sem var matráðskona hjá okkur þetta sumar. Hellisheiði var þá talin ófær með flutning, enda hafði vetur- inn verið snjóasamur mjög. Var því feng- inn mótorbátur til að flytja okkur austur á Eyrarbakka, en þaðan fórum við á hest- um austur að Nikkhól í Mýrdal. Þar héldum við til með fæði og legurúm, þar til á annan í hvítasunnu, að við vorurn komin það langt með íbúðarskúr okkar við ána, að við gáturn flutt í hann. Dag- inn eftir var svo farið að mæla fyrir stöpl- unurn, og jafnhliða var haldið áfram smíði íbúðarskúrsins. Honum var skipt niður í fjögur íveruherbergi, eldhús, búr og borðsah Mig minnir að hann væri 11X30 m að flatarmáli. Það var allgott hús, klætt 1" panelborðum og pappa- klætt utan. Þriðja daginn sem við vorum þarna kom fyrsti mótorbáturinn til okk- ar, frá Vestmannaeyjum, hann kom með alls konar áhöld til vinnunnar, svo og fatnað og rúmfatnað okkar sunnanmanna og einnig þeirra, er þaðan lcomu síðar, einnig öll áhöld til matseldar, eldavélar, potta, ásamt alls konar öðrurn matarílát- um, svo og mat alls konar er þurfti. Mjólk kcyptum við austur í Mýrdal, og urðum við að sækja hana daglega, það gerði drengur 11 ára. Nú fórum við að fjölga mönnum og grafa fyrir fyrsta stöplinum, sem var endastöpull að vestanverðu. Þá rákum við okkur fljótlega á það, að ekki mátti hætta vinnu að kvöldi eins og venjulega. Þegar við komum að gryfjunni einn morguninn, var hátt í henni af vatni, var þá farið að dæla upp úr henni, því var ekki lokið fyrr en eftir hádegi, enda þá farið að renna í hana svo mikið vatn, að stöðugt þurfti að dæla, þótt þurr- ausið væri í botn. Var þá skipt í vaktir, og vann hver vakt í sex klukkustundir, var því oftast unnið í tólf stundir á dag, en stundum allmiklu meira, ef þörf krafði. Þó gáturn við sleppt vöktum fyrsta og jafnvel annan daginn við hverja gryfju' Gryfjurnar voru um 6,7 m langar, um 3 m breiðar og 4,5 m djúpar, frá meðal- hæð auranna. Botnlagið í ánni var alls staðar að heita mátti það sama, það skipt- ist í þrjú lög, hvert öðru mjög ólík að gerð. Efsta lagið var sandur, möl og grjót, en í því var ekki mikið af stórgrýti, en þ° alltaf nokkuð. Við höfðum þrífót með handspili til þess að ná því upp. Þetta lag var allbreytilegt að þykkt, ]rar sem farvegir voru gat það farið í 80—100 sm, en þar sem hæst var yfir 2 m. Næsta lag, sem var að mestu levti grjót af ýnrsum stærðum, var um 1,5 m. Neðst í þessu lagi var næstum eingöngu stórgrýti, 1 þessu lagi jókst mjög rennsli í gryfjurnar, það var svo opið, og fór alltaf vaxandi eft- ir það. Undir þessu grjótlagi var óhreyfð- ur botn, enda sýndi stórgrýtið, að am hafði ekki grafið dýpra niður. Neðsta lagið var samanpressaður jökulleir með smámöl. Þetta lag var erfiðast að grafa, Það var líkast eða ef til vill alveg eins og að grafa í gaddaðan jarðveg. Þetta Dg var tæplega 1,5 m. Þegar lokið var að grafa, var komið með mótin á undirstöðu stöpulsins, þaU voru 6 m löng og 2,5 m á brcidd og um i m há. Þegar búið var að ganga frá þellU var steypt í þau, og er vatn rann mi® að, voru stöpulmótin reist og haldi áfram vinnu þar til komið var svo hatt, a ekki var ónæði af vatninu. StöplarnU sjálfir voru 5 m langir, 2 m breiðir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.