Andvari - 01.07.1960, Blaðsíða 96
190
jÓHANN Kll. ÓLAFSSON
ANDVAltl
að Garðsauka, lengra var þá ekki bílfært.
Þeir voru sóttir þangað. Næsta laugardag
var enn sett stifla í ána, og nú var öllu
óhætt. Það var ekki von á hlaupi á næst-
unni, því það tekur ána að jafnaði 1 /2—2
mánuði að safna í lónið fyrir næsta hlaup.
En þetta fór á annan veg, stíflan fór úr
ánni næstu nótt, i hlaupi, sem var all-
miklu stærra en hið fyrra. Þetta kom öll-
um á óvart, og enginn skildi neitt í þessu.
Þetta hlaup stóð yfir rúman sólarhring.
Þá tók ég það ráð að smíða kláfa til að
sitja niður, þeir voru á sex stoðum, sperru-
laga, hæð þeirra var 2—5 m eftir hotn-
laginu, við settum í þá hotn úr 2" plönk-
um og klæddum innan á stoðirnar. Ekki
man ég nú hvað margir þcir voru, en hil-
ið rnilli þeirra urðum við að hafa eftir
plankalengdum þeim, sem fyrir hendi
voru, en það var fyrirhugað efni í hrúar-
gólfið. Við gisklæddum þá innan á stoð-
irnar og fylltum síðan með grjóti, svo
klæddum við þá vatnsmegin með plönk-
um og létum þá flá undan vatninu, svo
ekki reyndi eins rnikið á stífluna, geng-
um svo vel frá þessu sem við gátum. Þetta
tók okkur 3—4 daga, ég man það ekki
greinilega. En nú gerðust tíðindi, sem
enginn bjóst við. Viku eftir seinna hlaup-
ið kom það þriðja. Það var svo stórkost-
legt, að hin fyrri voru smámunir hjá
þessu. Nú fór áin yfir allt það svæði, sem
hún hefur runnið um í margar aldir. Þá
daga, sem hlaupið stóð yfir, rann áin í
fimm álum auk aðalfarvegarins, en þar
var að okkar áliti meira vatn en í þessum
fimm álum, sem þó voru 40—60 m breið-
ir, og allir einhvers staðar á síður á hest-
um, en sá vestasti rann í bergvatnslæk
þann, er rennur eftir grasfitinni vestan
árinnar. Fór ég nú að hugsa um öll þessi
hlaup, sem kornu svona þétt, hvert eftir
annað, og nú var búið að segja mér, að
þetta síðasta væri Rauðalónshlaup. Þá
tel ég nokkurn veginn víst, að miðhlaup-
ið hafi einnig verið úr Rauðalóni, gusa,
sem það hafi sent frá sér, en á einhvern
hátt stöðvazt í bili. Timburstíflan stóð
þetta hlaup af sér, og var hún þó allan
tímann í kafi undir vatni, en eitthvað
sigu kláfarnir niður í aurinn.
Allan tímann, sem þetta hlaup stóð
yfir, urðum við að standa í að aka sandi
ofan á uppmoksturinn úr skurðinum, þvi
hvergi mátti renna yfir, þá hefði vatnið
grafið allan uppmoksturinn burtu og öll
okkar vinna við skurðinn orðið ónýt, þetta
varð að vinnast, hvernig sem á stóð og
hvernig sem veður var, nótt sem dag.
Þetta var mjög erfið vinna bæði fyrir
menn og hesta.
Þetta hlaup stóð yfir í sjö sólarhringa,
eins og ég hef áður getið. Eftir að hlaup-
ið fjaraði, lagðist í stöðugar rigningar,
var áin því alltaf of vatnsmikil til þess að
tök væru á að koma stöplunum niður.
Varð því að segja flestum mönnunum
upp vinnunni, en jafnframt voru þeir
beðnir að koma aftur, ef tækifæri kæmi
að ljúka verkinu. Voru allir sem gátu
komið aftur fúsir til þess. Ég hélt eftir 5
mönnum og tveim stúlkum, þær mátti eg
ekki missa, ef margir menn kæmu aftur,
en mennirnir voru að vinna að vegarfylh
ingu upp að vesturenda brúarinnar. En
þá ætlaði ég sérstaklega til að ná í mann-
skapinn, ef færi gæfist.
Nú leið nokkur tími, ekki man ég nu
hve langur. Þá fékk ég tilkynningu um
að koma í símann að Skarðshlíð. Það var
vegamálastjóri, vildi hann þá jafnvel
liætta vinnunni, enda var þetta ekki efm-
legt. Ég var oft búinn að hugsa um þetta,
en af öllu illu var þó að mér virtist það
verst að hætta nú, með skurðinn grafinn
og í fullu standi stífluna í ánni og allt
tilbúið, ef aðeins gæfist læri til að starfa.
En allt þetta hefði orðið að engu yfir
veturinn. Stífluna hefðum við orðið að
rífa upp, skurðurinn eyðilagzt af vatns-