Andvari - 01.05.1961, Side 13
ANDVARI
ÞORKELL JÓHANNESSON HÁSKÓLAREKTOR
11
vinnustefnunnar hér á landi (Skúla Thoroddsen, Einar í Nesi, Tryggva Gunn-
arsson, Pál Briem, sr. Benedikt Kristjánsson í Múla og Boga Th. Melsted), um
íslenzka listamenn, um rannsóknir í íslenzkri menningar- og atvinnusögu o. fl.
A þessum árum ritaði hann i fyrirhugaða Alþingissögu um meðferð atvinnu-
mála á Alþingi, en útgáfa dróst á langinn, og kom rit Þorkels um atvinnumálin
ekki út fyrr en 1948, þá að sjálfsögðu allmikið aukið, frá því sem það var í
öndverðu. Er það sérstakt bindi í Alþingissögunni: Alþingi og atvinnumálin
(384 bls.).
Um áramótin 1929—30 var dr. Páll Eggert Olason skipaður bankastjóri
við Búnaðarbankann og lét þá af embætti sem prófessor í sögu við háskólann.
Þorkell Jóhannesson var þá meðal umsækjenda um prófessorsembættið, og tók
þátt í ritgerðasamkeppni, er fram fór af því tilefni. Ekki varð af því, að hon-
um yrði fengin í hendur forysta íslenzkrar sagnfræði í það sinn, og skal ekki
nánar um það rætt hér. Llr samkeppnisritgerð sinni gerði hann bók, sem kom
út á þýzku árið 1933 og nefnist á því rnáli „Die Stellung der freien Arbeiter
in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts" (Staða frjáls verkafólks á íslandi
fram til siðaskipta). Fyrir þetta rit hlaut hann doktorsnafnbót við Elafnarháskóla
sama ár. Llm þetta rit og VII. bindið af sögu íslendinga segir Bjöm Þorsteins-
son sagnfræðingur í minningargrein um Þ. J., að þar sé um að ræða „merkustu
bækur um íslenzka sögu, sem komið hafa út á 19. og 20. öld“. Steingrímur J.
Þorsteinsson prófessor kemst svo að orði, að með ritum Þ. J. liafi orðið „þátta-
skil í íslenzkri sagnfræði".
Ekki þarf að efa, að einn áratugur a. m. k. hefði orðið Þ. J. drýgri til rann-
sókna og sagnaritunar, ef hann hefði árið 1931 hlotið þá aðstöðu, sem prófessors-
embætti í íslenzkum fræðum veitir til starfa á þessu sviði, og að þess hefði ein-
hvers staðar séð merki. 1 stað þess komu nú til önnur störf, sem ekki veittu
slíka aðstöðu. Þ. J. var skipaður bókavörður við Landsbókasafnið árið 1932,
og gegndi því starfi í 11 ár, til 1943. Elaustið 1933 hvarf bann þó frá bóka-
vörzlunni um stund og gerðist ritstjóri Nýja dagblaðsins, sem þá hóf göngu
sína í Reykjavík á vegum Framsóknarflokksins. Stýrði hann blaðinu til vors,
en tók þá aftur við störfum í safninu. Að fmmkvæði Þorkels gaf blaðið út
vikuritið Dvöl. Aðalefni þess rits voru smásögur eftir erlenda höfunda, og þýddi
Þ. J. flestar þeirra, meðan hann starfaði við blaðið. Hann ritaði og allmikið í
blaðið, m. a. um bókmenntir og önnur menningarmál. Eftir að Þorkell hætti
ritstjóm, var útgáfu Dvalar haldið áfram alllengi, fyrst á vegum blaðsins, síðar
á vegum annarra, og er þar nú allstórt og eigulegt safn erlendra úrvalssmásagna,
þótt þar kenndi að vísu fleiri grasa, er frá leið. Hann kvæntist árið 1935 Hrefnu
Bergsdóttur bónda á Okmm, Jónssonar, sem nú lifir rnann sinn (ásamt dóttur