Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 13

Andvari - 01.05.1961, Síða 13
ANDVARI ÞORKELL JÓHANNESSON HÁSKÓLAREKTOR 11 vinnustefnunnar hér á landi (Skúla Thoroddsen, Einar í Nesi, Tryggva Gunn- arsson, Pál Briem, sr. Benedikt Kristjánsson í Múla og Boga Th. Melsted), um íslenzka listamenn, um rannsóknir í íslenzkri menningar- og atvinnusögu o. fl. A þessum árum ritaði hann i fyrirhugaða Alþingissögu um meðferð atvinnu- mála á Alþingi, en útgáfa dróst á langinn, og kom rit Þorkels um atvinnumálin ekki út fyrr en 1948, þá að sjálfsögðu allmikið aukið, frá því sem það var í öndverðu. Er það sérstakt bindi í Alþingissögunni: Alþingi og atvinnumálin (384 bls.). Um áramótin 1929—30 var dr. Páll Eggert Olason skipaður bankastjóri við Búnaðarbankann og lét þá af embætti sem prófessor í sögu við háskólann. Þorkell Jóhannesson var þá meðal umsækjenda um prófessorsembættið, og tók þátt í ritgerðasamkeppni, er fram fór af því tilefni. Ekki varð af því, að hon- um yrði fengin í hendur forysta íslenzkrar sagnfræði í það sinn, og skal ekki nánar um það rætt hér. Llr samkeppnisritgerð sinni gerði hann bók, sem kom út á þýzku árið 1933 og nefnist á því rnáli „Die Stellung der freien Arbeiter in Island bis zur Mitte des 16. Jahrhunderts" (Staða frjáls verkafólks á íslandi fram til siðaskipta). Fyrir þetta rit hlaut hann doktorsnafnbót við Elafnarháskóla sama ár. Llm þetta rit og VII. bindið af sögu íslendinga segir Bjöm Þorsteins- son sagnfræðingur í minningargrein um Þ. J., að þar sé um að ræða „merkustu bækur um íslenzka sögu, sem komið hafa út á 19. og 20. öld“. Steingrímur J. Þorsteinsson prófessor kemst svo að orði, að með ritum Þ. J. liafi orðið „þátta- skil í íslenzkri sagnfræði". Ekki þarf að efa, að einn áratugur a. m. k. hefði orðið Þ. J. drýgri til rann- sókna og sagnaritunar, ef hann hefði árið 1931 hlotið þá aðstöðu, sem prófessors- embætti í íslenzkum fræðum veitir til starfa á þessu sviði, og að þess hefði ein- hvers staðar séð merki. 1 stað þess komu nú til önnur störf, sem ekki veittu slíka aðstöðu. Þ. J. var skipaður bókavörður við Landsbókasafnið árið 1932, og gegndi því starfi í 11 ár, til 1943. Elaustið 1933 hvarf bann þó frá bóka- vörzlunni um stund og gerðist ritstjóri Nýja dagblaðsins, sem þá hóf göngu sína í Reykjavík á vegum Framsóknarflokksins. Stýrði hann blaðinu til vors, en tók þá aftur við störfum í safninu. Að fmmkvæði Þorkels gaf blaðið út vikuritið Dvöl. Aðalefni þess rits voru smásögur eftir erlenda höfunda, og þýddi Þ. J. flestar þeirra, meðan hann starfaði við blaðið. Hann ritaði og allmikið í blaðið, m. a. um bókmenntir og önnur menningarmál. Eftir að Þorkell hætti ritstjóm, var útgáfu Dvalar haldið áfram alllengi, fyrst á vegum blaðsins, síðar á vegum annarra, og er þar nú allstórt og eigulegt safn erlendra úrvalssmásagna, þótt þar kenndi að vísu fleiri grasa, er frá leið. Hann kvæntist árið 1935 Hrefnu Bergsdóttur bónda á Okmm, Jónssonar, sem nú lifir rnann sinn (ásamt dóttur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.