Andvari

Årgang
Eksemplar

Andvari - 01.05.1961, Side 21

Andvari - 01.05.1961, Side 21
HANNES PÉTURSSON: SIGIÐ í HEIÐNABERG Seig ég í björg, niðrí blakka eyju, brimóttan vegg fyrir opnu hafi, hékk milli svarrandi sjávar og himins á svimandi djúpi, í örmjóum vaði, mönnum bundinn mjóþœttum vaði. Seig ég í björg hinnar vondu vœttar, válegan bústað loðinnar krumlu; aleinn á flugi við úrgar snasir, aleinn á flugi hjá myrkum skútum. Dordingull hékk ég í lœblöndnu lofti. Seig ég í blakkan, brimóttan hamar, bundinn mönnum örveikum þrœði, dragandi feng úr loðinni lúku, í leitandi grœðgi, á skimandi flugi; hékk milli svarrandi sjávar og himins. Gekk ég á hólm við gráhœrða loppu, geiglausum hug í válegan bústað. Seig ég of djarft fyrir dimmum gáttum? Var dordingulsþráðurinn einum of veikur? Birtust mér augu, brugðið var sveðju, blikandi egg. Ég er tekinn að hrapa!

x

Andvari

Subtitle:
Tímarit Hins íslenska þjóðvinafélags
Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
0258-3771
Language:
Volumes:
144
Issues:
155
Registered Articles:
Published:
1874-present
Available till:
2019
Locations:
Publisher:
Hið íslenzka þjóðvinafélag (1874-present)
Keyword:
Description:
Bókmenntir : Ritrýndar greinar : Hið íslenska þjóðvinafélag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar: 1. Tölublað (01.05.1961)
https://timarit.is/issue/292721

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. Tölublað (01.05.1961)

Handlinger: