Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 21

Andvari - 01.05.1961, Page 21
HANNES PÉTURSSON: SIGIÐ í HEIÐNABERG Seig ég í björg, niðrí blakka eyju, brimóttan vegg fyrir opnu hafi, hékk milli svarrandi sjávar og himins á svimandi djúpi, í örmjóum vaði, mönnum bundinn mjóþœttum vaði. Seig ég í björg hinnar vondu vœttar, válegan bústað loðinnar krumlu; aleinn á flugi við úrgar snasir, aleinn á flugi hjá myrkum skútum. Dordingull hékk ég í lœblöndnu lofti. Seig ég í blakkan, brimóttan hamar, bundinn mönnum örveikum þrœði, dragandi feng úr loðinni lúku, í leitandi grœðgi, á skimandi flugi; hékk milli svarrandi sjávar og himins. Gekk ég á hólm við gráhœrða loppu, geiglausum hug í válegan bústað. Seig ég of djarft fyrir dimmum gáttum? Var dordingulsþráðurinn einum of veikur? Birtust mér augu, brugðið var sveðju, blikandi egg. Ég er tekinn að hrapa!

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.