Andvari - 01.05.1961, Side 25
ANDVARI
„AÐ FORTlÐ SKAL IIYGGJA"
23
Sýningarsalur í Þjóðminjasafninu.
flesta grunar nú, að skila aftur hinum
íslenzka fjársjóði. En þegar að því kem-
ur, þarf að tengja þessa dýrgripi fortíðar-
innar sem mest má verða hinni lifandi,
starfandi kynslóð í landinu, og þannig
er og um þau ágætu handrit, sem geymd
eru nú með þjóð vorri. Það er ekki nóg,
að vitanlegt sé, að handrit þessi séu
geymd í einhverju vissu húsi, þjóðin verð-
ur að fá að standa í nánu sambandi við
þau. Skal ég nú skýra nokkru nánar, við
hvað ég á.
Þegar ég kont inn í bókhlöðu háskólans
í Uppsölum, sem ber nafnið Carolina
Rediviva, sá ég eitt, sem mér þótti mjög
athyglisvert. I svo kölluðum sýningarsal,
skammt frá innganginum, eru geymd í
sýningarkössum mörg elztu og dýrmætustu
handrit í vörzlum Svía, þar á meðal hin
svonefnda Silfurbiblía (Codex argenteus),
hið eina handrit, sem til er á gotneskri
tungu, biblíuþýðing, sem Ulfílas, hinn
fyrsti biskup Gotanna, gjörði á 4. öld e.
Kr. Bókfell þetta er skrifað með silfur-
hleki, og hvert blað bryddað purpura.
Bókin er bundin í silfur, og er speglum
þannig komið fyrir, að bandið sést, þótt
bókin liggi opin. í sama kassa er einnig
eitt hið elzta og vandaðasta handrit, sem
til er af Snorra-Eddu. Annað sem dró
mjög að sér athygli mína í þessum sýn-
ingarsal voru hin fjölmörgu rithanda-
sýnishorn, sem þar eru fest upp á vegg-
ina undir gleri. Ég gerði mér þrisvar
ferð þangað, til þess að athuga rithönd
ýmissa merkra manna og eyddi drjúgum
tíma í það í hvert skipti. Þar var ekki
aðeins skrift sænskra manna, svo sem
Gústafs II Adólfs, Strindbergs og Heiden-
stams, heldur og fjölmargra erlendra