Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 30

Andvari - 01.05.1961, Side 30
28 EINAR M. JÓNSSON ANDVAIU Burstarfell í VopnafirrSi. sem Finnar nefna „sauna“ og eru gerðar eftir norrænni fyrirmynd. Slíkar baðstofur var og að finna á mörgum bændabýlum í Svíþjóð, eins og ýmsir munu kannast við úr sögu Selmu Lagerlöf Jólahelginni. Það munu þó hafa verið fleiri Svíar, sem höfðu sömu aðferð og íslendingar, er á aldir leið, að baða sig sjaldan eða aldrei. Um það hafa Svíar sjálfir margar kyndugar sögur að segja. Bónda einn aldraðan þekkti ég í Vástmanlandi í Svíþjóð, sem aldrei hafði farið í bað á ævi sinni. Hann sagði, að það vrði ábyggilega sitt dauða- mein, ef hann tæki upp á þcim skolla úr þessu. Einu sinni sá ég í safni af frönskum skopmyndum frá byrjun 19. aldar mynd af ungri stúlku, sem var að baða sig í baðkeri og sagði við gamla konu, er Itjá henni stóð, að þetta skildi hún gera líka. „Til hvers ætti ég að vera að því?“ sagði gamla konan, „enginn karlmaður lítur á mig“. Frá hennar bæjadyrum séð hlaut sá einn tilgangur að vera með þessum nýtízku þrifnaði. Við eigum margar sögur og sagnir frá liðnum öldum um örbirgð og volæði al- mennings hér á landi, sem lifði sultar- lífi í köldum moldarhreysum. Ymis ferða- sögubrot eru til eftir útlendinga, sem til íslands komu, þar sem þeir lýsa Reyk- víkingum tötralega klæddum með lúsug- an hárlubbann, spýtandi munntóbakinu um tönn sér. Þeim ofbjóða húsakvnni þeirra, óþrifnaður og ruddaháttur. En okkar þjóð var ekki ein um þetta ástand í þá daga, og enginn skyldi halda, að þegar íslenzkar skáldsögur, sem lýsa þess- um skuggalegu tímum, eru þýddar á er- lendar tungur, þá sé brugðið upp mynd- um fyrir lesendum, sem ekki eigi sér hlið- stæðu hjá þeirra eigin þjóð. í útvarpinu

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.