Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 33

Andvari - 01.05.1961, Page 33
ANDVARI SAGA UM HAMINGJll 31 Ég hló að gamla manninum, því að ég trúði á ástina. Hann gal mér horn- auga, hretti brúnir dálítið, en svo hló hann einnig, heldur óglöðum hlátri. „Við sjáum, livað setur,“ tautaði hann. Ég fylgdist með samdrætti Rolfs og Grete, því að það var ég, sem hafði kynnt þau hvort l'yrir öðm, og bæði voru mér þakklát fyrir það. Svo komu þau til mín dag einn, ljómandi af gleði, og tilkynntu mér fyrstum manna trúlofun sína. Það var jafnræði með þeim, sem kallað er, og fjölskyldur beggja mjög ánægðar. Strax var larið að búa undir brúðkaupið, hús keypt í útjaðri hæjar- ins, mátulega stórt hús í ljómandi fallegum garði. Ættingjar og vinir gáfu þeim flest það, sem þau þurftu á að halda innanhúss, og auðvitað skorti þau engin föng, er við fé rná kaupa. Indælt var að fylgjast með tilhugalífi þeirra, hamingjan ljómaði af þeirn báðum, það var líkt og morgunbjarmi kringum þau. Svo kom brúðkaupið, mikil og fögur gleðihátíð, og síðan langt og skenmitilegt lerðalag til útlanda. Þetta gat ekki byrjað betur. Mér þótti gaman að koma til þeirra í fyrstunni; þótt húsið væri nálægt bænurn, var garðurinn svo stór og vel gerður, að maður var líkt og utan við heiminn, þegar komið var inn í hann. Hann var sannkallaður Eden, og ungu hjónin hamingjusömu gerðu sitt til, að gestinum fannst hann vera kominn í paradís. Þau voru raunverulega hamingjusöm, það leyndi sér ekki; þau gátu hlátt áfram ekki hvort af öðru litið. Þau sýndu mér húsið, sem foreldrar þeirra höfðu látið byggja; þar var stórt og fallegt bamaherbergi. Ég gat ekki varizt brosi, er ég sá það, og sagði eitthvað á þá leið, að það liði nú víst ekki á löngu, áður en þyrfti að taka þetta í notkun. En þá hristu þau bæði höfuðið mjög ákveðin á svip. — „Ekki að tala um,“ sagði unga frúin og roðnaði dálítið um leið. „Ég get ekki hugsað niér að eiga ham fyrst um sinn; þá yrðu strax færri stundimar, sem við Rolf gætum verið saman.“ Eiginmaðurinn ungi tók í sama streng: „Ég gæti ekki hugsað mér, að Grete gengi með barn, og því síður, að lnin fæddi það; ég yrði miður mín af hræðslu um hana allan tímann.“ Þetta lagast nú af sjálfu sér, hugsaði ég. En annað var ég dálítið smeykur við: þau höfðu bæði of lítið að gera. Þótt ég hefði ekki rnikla reynslu, vissi ég mætavel, að það er hverjum manni nauðsynlegt að hafast eitthvað að, ganga að einhverju starfi daglega. Það átti raunar að heita svo, að Rolf væri með- eigandi í fyrirtæki föður síns og skyldi mæta þar á skrifstofunni að minnsta kosti einhvern tíma dagsins. Og reyndar kom hann þangað öðm hverju, ef til vill daglega, en Grete var oftast með honum, og ég er hræddur um, að

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.