Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 33

Andvari - 01.05.1961, Síða 33
ANDVARI SAGA UM HAMINGJll 31 Ég hló að gamla manninum, því að ég trúði á ástina. Hann gal mér horn- auga, hretti brúnir dálítið, en svo hló hann einnig, heldur óglöðum hlátri. „Við sjáum, livað setur,“ tautaði hann. Ég fylgdist með samdrætti Rolfs og Grete, því að það var ég, sem hafði kynnt þau hvort l'yrir öðm, og bæði voru mér þakklát fyrir það. Svo komu þau til mín dag einn, ljómandi af gleði, og tilkynntu mér fyrstum manna trúlofun sína. Það var jafnræði með þeim, sem kallað er, og fjölskyldur beggja mjög ánægðar. Strax var larið að búa undir brúðkaupið, hús keypt í útjaðri hæjar- ins, mátulega stórt hús í ljómandi fallegum garði. Ættingjar og vinir gáfu þeim flest það, sem þau þurftu á að halda innanhúss, og auðvitað skorti þau engin föng, er við fé rná kaupa. Indælt var að fylgjast með tilhugalífi þeirra, hamingjan ljómaði af þeirn báðum, það var líkt og morgunbjarmi kringum þau. Svo kom brúðkaupið, mikil og fögur gleðihátíð, og síðan langt og skenmitilegt lerðalag til útlanda. Þetta gat ekki byrjað betur. Mér þótti gaman að koma til þeirra í fyrstunni; þótt húsið væri nálægt bænurn, var garðurinn svo stór og vel gerður, að maður var líkt og utan við heiminn, þegar komið var inn í hann. Hann var sannkallaður Eden, og ungu hjónin hamingjusömu gerðu sitt til, að gestinum fannst hann vera kominn í paradís. Þau voru raunverulega hamingjusöm, það leyndi sér ekki; þau gátu hlátt áfram ekki hvort af öðru litið. Þau sýndu mér húsið, sem foreldrar þeirra höfðu látið byggja; þar var stórt og fallegt bamaherbergi. Ég gat ekki varizt brosi, er ég sá það, og sagði eitthvað á þá leið, að það liði nú víst ekki á löngu, áður en þyrfti að taka þetta í notkun. En þá hristu þau bæði höfuðið mjög ákveðin á svip. — „Ekki að tala um,“ sagði unga frúin og roðnaði dálítið um leið. „Ég get ekki hugsað niér að eiga ham fyrst um sinn; þá yrðu strax færri stundimar, sem við Rolf gætum verið saman.“ Eiginmaðurinn ungi tók í sama streng: „Ég gæti ekki hugsað mér, að Grete gengi með barn, og því síður, að lnin fæddi það; ég yrði miður mín af hræðslu um hana allan tímann.“ Þetta lagast nú af sjálfu sér, hugsaði ég. En annað var ég dálítið smeykur við: þau höfðu bæði of lítið að gera. Þótt ég hefði ekki rnikla reynslu, vissi ég mætavel, að það er hverjum manni nauðsynlegt að hafast eitthvað að, ganga að einhverju starfi daglega. Það átti raunar að heita svo, að Rolf væri með- eigandi í fyrirtæki föður síns og skyldi mæta þar á skrifstofunni að minnsta kosti einhvern tíma dagsins. Og reyndar kom hann þangað öðm hverju, ef til vill daglega, en Grete var oftast með honum, og ég er hræddur um, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.