Andvari - 01.05.1961, Page 34
32
KRISTMANN GUÐMUNDSSON
ANDVARI
fyrirtækið liali ekki grætt mikið a vinnunni hans. Þau fáu skipti, sem ég kom
til lians í stóru og (allegu skrifstofuna, er honum var ætluð, sátu þau hjónin
í faðmlögum í fína, enska leðursófanum, sem faðir lians hafði látið setja þangað
inn, líklega í því skyni, að scnurinn ofþreytti sig ekki. — ,Þetta gengur allt
eins og í vél hvort eð er,“ sagði hann hlæjandi. „Það myndi bara valda töfum,
ef ég færi að skipta mér af því! — Ertu ekki til í að skreppa með okkur á Blom?“
Þannig leið hálft ár. Þá hitti ég Kuld gamla lækni á Karl Johansgötu. Við
heilsuðumst og röbhuðum sarnan stundarkorn.
„Hvemig hafa þau það núna, skötuhjúin?" spurði gamli maðurinn.
„Kemurðu aldrei til þeirra?“ vildi ég vita.
„Nei, æ nei, ég er hættur því.“
„Hvers vegna?“
„Ungi maður,“ anzaði lntnn og leit dálítið hvasst á mig. „Allt í þessum
heimi er dærnt til upplausnar og eyðingar, og því fya' sem betur er til þess
vandað. Ilelzt er, að það slampist eitthvað, seni mætir mótspymu og allir spá
illa fyrir. En mér leiðist að horfa á upplausnina, drengur rninn. Ég er gamall
læknir, ég hef séð, hvemig allt rotnar og hrörnar; það þýðir svo sem ekki að
loka augunum fyrir því, en ég nenni heldur ekki að glápa á það meira en
þörf gerist.“
„Ertu nú viss um, að allt fari forgörðum?“ spurði ég í hálfkæringi. „Einnig
ástin?“
„Ástin — þvuh!“ blés gamli maðurinn. „Já, þér er óhætt að treysta því,
ungi rnaður; það fer allt til fjandans. Gúmoren!"
Nokkrum dögurn seinna fór ég í heimsókn til Rolfs og Grete að kvöldi
dags. Ég kom óvænt, og þetta var í fyrsta sinn, sem ég varð þess á nokkurn
hátt var, að ekki væri allt með felldu. Það var einhver angurværðarsvipur á
Rolf, sem fór honum bölvanlega, og ég fékk ekki betur séð en að Grete væri
rauðeyg. — Jæja, er það nú byrjað, hugsaði ég og komst sjálfur í versta skap.
Ég reyndi þó að leyna því eftir föngum og vera eins skemmtilegur og mér var
unnt. Það kjaftaði á mér hver tuska um stund, cn brátt fann ég, að lítið var
um svör og þau stutt. Þóttist ég þá vita, að eitthvað væri í ólagi, og hugði hezt
að lofa þeim að vera í friði, meðan þau væru að jalna sig. En þegar ég sýndi á
mér fararsnið, risu þau bæði upp á afturfætuma: það var ekki við það kont-
andi, að ég færi að fara strax! Rolf sótti vínföng, og Grete fór eftir ís. Síðan
settumst við að drykkju, og áður en ég vissi af, vorum við öll orðin talsvert
kennd. Það var óvenjulegt; ég hafði aldrei séð þau ölvuð fyrr. Og það sem
mér þótti verst, var, að eftir því sem þau gerðust ölteitari, urðu þau bæði
daprari á svipinn. Þetta var satt að segja dálítið ömurleg samkoma, og ég