Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 34

Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 34
32 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVARI fyrirtækið liali ekki grætt mikið a vinnunni hans. Þau fáu skipti, sem ég kom til lians í stóru og (allegu skrifstofuna, er honum var ætluð, sátu þau hjónin í faðmlögum í fína, enska leðursófanum, sem faðir lians hafði látið setja þangað inn, líklega í því skyni, að scnurinn ofþreytti sig ekki. — ,Þetta gengur allt eins og í vél hvort eð er,“ sagði hann hlæjandi. „Það myndi bara valda töfum, ef ég færi að skipta mér af því! — Ertu ekki til í að skreppa með okkur á Blom?“ Þannig leið hálft ár. Þá hitti ég Kuld gamla lækni á Karl Johansgötu. Við heilsuðumst og röbhuðum sarnan stundarkorn. „Hvemig hafa þau það núna, skötuhjúin?" spurði gamli maðurinn. „Kemurðu aldrei til þeirra?“ vildi ég vita. „Nei, æ nei, ég er hættur því.“ „Hvers vegna?“ „Ungi maður,“ anzaði lntnn og leit dálítið hvasst á mig. „Allt í þessum heimi er dærnt til upplausnar og eyðingar, og því fya' sem betur er til þess vandað. Ilelzt er, að það slampist eitthvað, seni mætir mótspymu og allir spá illa fyrir. En mér leiðist að horfa á upplausnina, drengur rninn. Ég er gamall læknir, ég hef séð, hvemig allt rotnar og hrörnar; það þýðir svo sem ekki að loka augunum fyrir því, en ég nenni heldur ekki að glápa á það meira en þörf gerist.“ „Ertu nú viss um, að allt fari forgörðum?“ spurði ég í hálfkæringi. „Einnig ástin?“ „Ástin — þvuh!“ blés gamli maðurinn. „Já, þér er óhætt að treysta því, ungi rnaður; það fer allt til fjandans. Gúmoren!" Nokkrum dögurn seinna fór ég í heimsókn til Rolfs og Grete að kvöldi dags. Ég kom óvænt, og þetta var í fyrsta sinn, sem ég varð þess á nokkurn hátt var, að ekki væri allt með felldu. Það var einhver angurværðarsvipur á Rolf, sem fór honum bölvanlega, og ég fékk ekki betur séð en að Grete væri rauðeyg. — Jæja, er það nú byrjað, hugsaði ég og komst sjálfur í versta skap. Ég reyndi þó að leyna því eftir föngum og vera eins skemmtilegur og mér var unnt. Það kjaftaði á mér hver tuska um stund, cn brátt fann ég, að lítið var um svör og þau stutt. Þóttist ég þá vita, að eitthvað væri í ólagi, og hugði hezt að lofa þeim að vera í friði, meðan þau væru að jalna sig. En þegar ég sýndi á mér fararsnið, risu þau bæði upp á afturfætuma: það var ekki við það kont- andi, að ég færi að fara strax! Rolf sótti vínföng, og Grete fór eftir ís. Síðan settumst við að drykkju, og áður en ég vissi af, vorum við öll orðin talsvert kennd. Það var óvenjulegt; ég hafði aldrei séð þau ölvuð fyrr. Og það sem mér þótti verst, var, að eftir því sem þau gerðust ölteitari, urðu þau bæði daprari á svipinn. Þetta var satt að segja dálítið ömurleg samkoma, og ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.