Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 36

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 36
34 KRISTMANN GUÐMUNDSSON ANDVAllI að gela þeim eitthvað sterkt, svo að þeir soíni rólega. Nei, þetta er bölvað, það er rétt hjá þér, ungi maður, þetta er bölvað! Við skulum sjá til.“ Hann leit á mig hálfvonzkulega, sýndist mér. — „Láttu eins og ekkert sé,“ sagði hann. „Haltu áfram að koma til þeirra, taktu vel eftir því, sem gerist á næstunni, svo geturðu komið til mín og sagt mér, ef eitthvað breytist. Ég ætla að heimsækja þau á morgun.“ Ég þakkaði honum undirtektirnar, en var samt dálítið utan við mig, því að ég var að hugsa um, hvað hann ætlaði að gera, og hvort hann gæti aðhafzt nokkuð, sem dygði. Ég var fjarska forvitinn, en lét samt líða nokkra daga, áður en ég heimsótti Rolf og Grete aftur. Þau tóku vel á móti mér eins og venjulega, en ég sá strax, að á þeim hafði orðið einhver stórkostleg breyting. Þau voru bæði þögul og alvarleg, naumast að þeim stykki bros, þótt ég reyndi að vera eins fyndinn og ég gat. Þetta var í fyrsta sinn, sem mér fannst einhvern veginn, að ég væri ekki alveg velkominn hjá þeim. Ég sá, að unga frúin var föl og tekin, og það var komið eitthvað algjörlega nýtt í svip og fas Rolfs, svona líkt og hann væri að hlusta cftir einhverju, sem hann byggist þá og þegar við að heyra. Mér varð á að spyrja, hvort þau væntu gestakomu. Þau urðu hæði nrjög undarleg í framan og litu snöggt og hálflaumulega hvort á annað. Svo hristu þau höfuðið samtímis. Hver fjandinn er nú á seyði? hugsaði ég, og mér var alls ekki rótt. En hvað svo sem það kunni að vera, þá var ekki um að villast, að þessi ungu hjón höfðu á ný fundið hanringju sína. Mér hlýnaði um hjartað, er ég sá, hvernig þau litu hvort á annað, og hvernig hendur þeirra mættust ósjálfrátt öðru hverju. Það var ekki vafi, að allur ágreiningur þeirra á rnilli var gjör- samlega úr sögunni, og að ást þeirra var heitari og hreinni en nokkru sinni fyrr. Sú vitneskja blátt áfram ljómaði af þeim báðum, enda þótt mér byði í grun, að um leið hefði einhver skuggi lagzt yfir gleði þeirra. — Mér datt Kuld gamli í hug: Hverjum fjáranum skyldi karlinn hafa fundið upp á? — En við því var ekkert svar að fá. — Llngu hjónin voru svo upptekin hvort af öðru, að þau sinntu mér ekki meira en ýtrasta nauðsyn krafði, og hvorugt hreyfði mótmælum, er ég reis upp til að kveðja og fara rnína leið. . Vika leið, áður en ég sá þau aftur. Þá mætti ég þeim á götu í borginni. Þau leiddust og þrýstu sér hvort að öðru, eins og þau væru nýtrúlofuð; enn var sami alvörusvipurinn yfir báðurn, og fölvinn á andliti frúarinnar hafði sízt minnkað. Þau tóku vingjarnlega undir, er ég heilsaði þeim, en námu ekki staðar, sem þau voru þó vön að gera undir slíkum kringumstæðum; hvorugu þeirra stökk bros. Ég varð svo hissa, að ég stóð líkt og glópur á götunni og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.