Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 39

Andvari - 01.05.1961, Síða 39
andvari SAGA UM HAMINGJU 37 þeim, og hann sagði mér í óspurðum fréttum, að Rolf og Grete liefðu dregið sig alveg út úr heiminum og lifðu einungis livort fyrir annað. „Það er nú meiri lukkan,“ sagði hann hálffýlulega. „Þau anza manni varla og virðast guðsfegin, þegar maður fer!“ En mér varð hugsað til Kuld gamla: Bara hann hafi nú ekki gengið oi langt, karlskrattinn! Eg gat séð þau í anda, þessi ungu hjón, sem fyrir nokkrum vikum I jómuðu af gleði lífsins. Nú hafði lagt dimman skugga yfir braut þeirra, — braut, sem brátt var á enda, og framundan ekkert annað en myrkur. Hvorugt þeirra trúði á líf eftir dauðann, og þau gátu því ekki huggað sig við neina von um endurfundi. Ég gat skilið, hversu dýrmætur tími þeirra var orðinn, og að gestakoma var þeim ekki til neinnar ánægju. Tíminn var þeim verðmætari en nokkur fjársjóður, dýrari en gull og gimsteinar; stundirnar, sem þau máttu vera saman, voru svo fáar. En sjálfsagt voru þær einnig mjög fagrar, unaðs- legar og töfrandi á sinn hátt. Ég vorkenndi þeim nú samt, og mig langaði til að hjálpa þ eim, en ég þorði ekkert að gera. Hálfur mánuður leið, án þess að ég heimsækti þau, og úr því fór ég að skammast mín fyrir að hafa ekki komið til þeirra. Ég blygðaðist mín æ meira eftir því, sem lengra leið, og að síðustu þorði ég naumast til þess að hugsa. Eg huggaði mig þó jafnframt við það, að ég væri í rauninni að gera þeim greiða: gestakoma hlaut aðeins að verða til þess að skerða samverustundir þeirra. En mér leið alls ekki vel, og alloft varð mér hugsað til þess, hvað gerast myndi, þegar Kuld læknir segði þeim sannleikann. — Og gæti ég litið framan í þau á eftir? Auðvitað var ég karlinum samsekur að nokkru leyti. — Æ, hvernig í ósköpunum fer þetta! sagði ég einatt við sjálfan mig. Mig gi'imaði rnargt, og ég kveið því, sem koma átti, þótt ég hefði ekki hugmynd um, hvað það var. Loks hringdi Elennan Kuld til mín dag einn og sagði stuttlega, eins og hans var vandi: „Hrossalækningunni er lokið! Ég er búinn að segja þeim sannleikann. — Þú ættir að heimsækja þau svona bráðum, og segðu mér svo, hvernig þér lízt á.“ Ég skannnast mín fyrir að segja frá því, en ég þorði ekki að fara í heim- sókn til þeirra. Það dróst fyrst nokkra daga og síðan nokkrar vikur, þær voru held ég orðnar sex, þegar ég loksins hringdi til þess að spyrja, hvort ég mætti koma þá um kvöldið. Rödd, sem ég þekkti ekki, svaraði í símann: „Rolf og Grete? Því miður, þau húa hér ekki lengur. Og ég veit ekki, hvar þér getið náð í þau. Ég má segja, að Rolf sé utanlands og Grete sennilega einnig; en þau fóru náttúrlega sitt í hvora áttina, þegar þau skildu." Já, það eru til margar sögur um hamingju, og þetta er ein.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.