Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 51

Andvari - 01.05.1961, Side 51
ANDVAliI „AÐ ÓSI SKAL Á STEMMA" 49 nefni er elcki á uppdrættinum, enda væri þess varla aS vænta. Séra Þórhallur hafði sagt að þessa hyls væri að leita nokkru ofar í ánni en Laxfoss, og samkvæmt sögn Björns Blöndals er hann undir Grímsár- brú hjá Fossatúni (1 Vi km fyrir ofan Lax- foss). 4. „ok ástemma at Rauðavats ósi“. Kálund var auðvitað ljóst að hér var átt við stíflu við sjálf upptök Grímsár í Reyð- arvatni, og að um veiðivél var að ræða, en hann kom ekki auga á hvernig henni hafði í raun og veru verið háttað, og þess verður alls ekki vart að hann hafi haft neinar spurnir af sjáanlegum leifum mannvirkis. Kunnugt hefur verið í Lundarreykja- dal, a. m. k. frá því á síðara hluta 19. aldar, að leifar mikils steingarðs eru í osi Grímsár í norðvesturhorni Reyðar- vatns. En fyrsti maður sem ég veit til að hafi vakið athygli á þeirri staðreynd að þarna er fundin ástemma hins forna mál- daga, er Ingimundur bóndi Asgeirsson á Hæli í Flókadal (í viðtali síðast liðið sumar). Hann var annar tveggja Reyk- dæla (átti þá heima á Reykjum) sem skoðuðu mannvirkið haustið 1936 að beiðni Péturs G. Guðmundssonar. Hinn var Davíð bóndi Björnsson að Þverfelli. Frá þeim kom stutt lýsing sem skal tekin upp hér: Syðri garðurinn sést allur sæmi- lega vel enn þá, og er hann 15 metra langur þvert yfir kvíslina, og sér nokkuð glöggt fyrir þykkt hans eða hleðslumörk- um enn, sem reyndust vera 4 metrar. En garðurinn í eystri kvíslinni er orðinn all- óglöggur við hólmann, þar sem dýpst er vatnið og straumþungi mestur. Þar má hann heita horfinn, svo að ekki er hægt að ákveða með vissu þykkt hans né breidd. En hann hefur verið 44 metrar á lengd. Hafa verið færðir í hann geysistórir steinar, sem sennilega hafa verið teknir upp með vatnsröndinni að austanverðu. En flesta þeirra eru nú ísjakar búnir að færa niður í tjörnina norðan við hólm- ann, og standa þeir þar á víð og dreif upp úr vatninu sem þögul vitni um manndóm þeirra, sem þetta verk inntu af höndum. Pétur G. Guðmundsson sem var fædd- ur og upp alinn í dalnum hafði í æsku séð steingarðinn í gegnum ís eins og hann segir frá í grein um þetta merkilega mann- virki sem er prentuð í Fléraðssögu Borgar- fjarðar II 254 o. áfr. Um uppruna mann- virkisins eða tilgang vissi hann ekki annað en að föðurbróðir hans, sem var fæddur 1849, hefði haft fyrir satt að garðurinn hefði verið gjörður þegar hann var á öðru eða þriðja ári, og ekki hafði verið getið um annan tilgang en að stöðva ána til að taka silung og lax á þurru, en um árangur var eigi kunnugt. Vitnisburður Reykjaholtsmáldaga tekur af öll tvímæli um að mannvirkið getur ekki verið miklu yngra en 800 ára gam- alt, en sennilega töluvert eldra því að engin ástæða er til að ætla að það hafi verið nýgjört þegar byrjað var að skrá máldagann. En vel má vera að hresst hafi verið upp á hleðsluna á síðari öld- um. Ekki er að efa að tilgangurinn hefur verið sá sem Pétur G. Guðmundsson nefndi. Sú veiðiaðferð að stemma á að ósi og taka fiskinn síðan á þurru eða í hyljum og pollum hefur líklega verið iðkuð meira og minna á ýmsum stöðum hér á landi frá fornu fari. Heyrt hef ég getið um tvær ár nyrðra þar sem þetta á að hafa verið tíðkað til skamms tíma. Þessar ár eru víst báðar fremur vatnslitlar og mun vera auðvelt að stífla þær, — a. m. k. er sagt að ekki þurfi nema nokkra stóra hnausa í vatnsósinn til að stöðva aðra þeirra, — og aflinn á að hafa verið feiknamikill. Grímsá verður auðvitað ekki þurrkuð að endilöngu með stemmu að Reyðar- 4

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.