Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 52

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 52
50 BJARNI EINARSSON ANDVARI vatns ósi, heldur aðeins niður að eyrun- um sunnan Oddsstaða þar sem Tunguá fellur í hana. Að vísu falla í Grímsá á þessum kafla tvær litlar ár og nokkrir lækir, en kunnugir telja að ekki muni mikið um það vatn. Þó hlýtur að hafa verið eftir nokkur áll með rennandi vatni næstum alla leið að ofan eða frá Kaldá sem fellur í Grímsá rúmlega hálfum km fyrir neðan ósinn. Nú er þess að gæta að lax gengur ekki upp þrengslin sem eru neðst í afdalnum með mörgum foss- um. Því hefur verið höfuðatriði að þurrka Grímsá á flatlendinu þar fyrir neðan, en sá kafli er nálægt því að vera 2Vi km á lengd ef miðað er við Jötnabrúarfoss að ofan og núverandi mót Grímsár og Tunguár. Vera má að menn hafi kunnað einhver ráð til að veita burtu eða dreifa því vatni sem þá hafði safnazt í Grímsá úr áður nefndum vatnsföllum. íslenzk lög banna nú að veiða lax eða silung með því „að veita af þeim vatni“ (Lög um lax og silungsveiði, VI. kap., 26. gr. 2.). Orðalagið er ekki nægilega skýrt en víst er að bannið nær einnig til þeirrar aðferðar að stemma á að ósi. En slíkt forboð verður eigi fundið í forn- um lögbókum íslendinga, hvorki í Grá- gás, Járnsíðu né Jónsbók. í Grágás eru allrækileg ákvæði um áveiði — sumt má gjöra en annað eigi — en ekki er minnzt á þær aðferðir sem hér hefur verið rætt um; sama máli gegnir um þær Járnsíðu og Jónsbók. Að svo stöddu hef ég ekki gengið úr skugga um hvort til kunni að vera gömul bréf eða dómar þar að lút- andi og væri ég feginn öllum ábending- um. „At ósi skal á stemma“, er Þór látinn segja af gefnu tilefni í Eddu Snorra Sturlusonar, og í Ólafs sögu helga lýsir Snorri (rækilegar en fyrirmyndin) aðferð Ólafs konungs við að stemma Ana helgu að ósi: . . . Ólafr konungr með liði sínu sumu gekk á land upp ok allt á markir til vats þess, er Áin helga fellr ór, gerðu þar í árósinum stíflu með viðum ok torfi ok stemma svá uppi vatnit . . . Það vill svo til að Snorri gat verið þessum hlut vel kunnugur af eigin reynd, að minnsta kosti hefur hann notið hlunninda af ástemmu að Reyðarvatns ósi sem annarra fríðinda Reykholtsstaðar í allmörg ár þeg- ar hann ritar Eddu og Ólafs sögu. (Að efni til úr drögum höfundar að söguslóðalýsingu, sem Menntamála- ráð íslands og Menningarsjóður hafa á prjónunum).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.