Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 61
andvahi
ÞÝZK ÁIIRIF Á ÍSLHNZKAR BÓKMENNTIR
59
Rainer Maria Rilke.
Stefan Zweig.
um. Metti maður bókinni, má sjá, að
þar eru komin flest frægustu ljóð Goethes,
en því miður saknar maður handbragðs
Jónasar Hallgrímssonar víðast hvar.
Svipað er að segja unr bækur þeirra
Schillers og Heines, þar eru þýðingarnar
mjög misjafnar. En eftir þessi skáld eru
þó sum af þeim ljóðum, sem hvert manns-
barn á íslandi hefur kunnað til skamms
óma, eins og væru þau innlend. Má
nefna t. d. eftir Goethe: Sveinninn rjóða
rosu sá (í þýð. Steingríms) og eftir Heine:
Stóð ég út í tunglsljósi, stóð ég út við
skóg (Jónas), Mér um hug og hjarta nú
(Steingrímur) og Loreley (einnig þýtt af
Steingrími).
*
Þegar raunsæisstefnan hélt innreið
sina í landið, sló í brýnu með frumherj-
Um fiennar og Benedikt Gröndal, sem þá
Var einna hreinræktaðastur í andstöðu
sinni gegn Brandesi. Árið 1888 hélt hann
fyrirlestur hér í bæ til að andmæla öðr-
Um fyrirlestri, sem Hannes Hafstein hafði
(laldið þá skömmu áður. Fyrirlestur þessi
er í eðli sínu persónuleg málsvörn, og
ekki mjög fræðilegur. Þó langar mig að
taka hér upp það, sem Gröndal segir um
rómantikina eins og hún var í innsta
eðli sínu í upphafi, þ. e. sem heimspeki-
leg afstaða einstaklingsins: Gröndal segir:
„Skoðanir hans (þ. e. Schellings) má
framsetja hér um bil með þcssum orðum:
Einungis skáldið hefur lvkilinn til hins
mystíska undraheims, til náttúrunnar með
öllum hennar leyndardómum, einungis
skáldið skilur sameiningu hins gervalla
í guði. I skáldskapnum fær skáldið meðal
til að láta allt þetta í Ijós, og þannig fær
allur þessi skáldskapur á sig meir eða
minna mystískan blæ. Þó að enginn skilji,
þá gerir það ekkert til; þvert á móti
sannar það, að þctta sé verulegur skáld-
skapur, því að skáldskapurinn skilst ekki
með skynseminni, heldur með hinu æðra
skilningarviti andans.
Þetta er í stuttu máli gangurinn í skáld-
skap hins rómantíska flokks, sem upp
kom í Þýzkalandi eftir aldamótin," segir
Gröndal að lokum.