Andvari - 01.05.1961, Side 62
60
HANNES PÉTURSSON
ANDVARI
Ef mcnn bcra þessa rómantík, sem
hér er lýst, saman við hina íslenzku eins
og hún kemur fram í skáldskap vorum,
finna menn talsverðan mun. í íslenzku
rómantíkina vantaði alla heimspeki. Hún
er fyrst af öllu þjóðernisvakning og því
mcira í ætt við liina þýzku síð-rómantík,
sem lét sér m. a. annt um söfnun þjóð-
sagna og þjóðkvæða, og má rekja starf
þeirra Magnúsar Grímssonar og Jóns
Arnasonar til hennar.
Sá rómantíski skáldskapur, sem Grön-
dal lýsti, er ckki skáldskapur þeirra
Goethes og Schillers nema að litlu leyti,
cn hin þýzku áhrif á skáldskap vorn á
19. öld eru í senn hin rómantísku áhrif
og hin klassisku. Steingrímur er síð-
rómantískur öðrum þræði, en hefur
cinnig hið mesta dálæti á hinni klassísku
ró þeirra Goethcs og Schillers og yrkir
bcinlínis í anda þeirra mörg kvæði, eink-
unt hin heimspekikenndu ljóð sín. En
ekki verður sagt, að í anda þeirra Goethes
og Schillers hafi verið skapað neitt ís-
lenzkt bókmcnntaverk, er að sínu leyti
jafnist á við Annes og eyjar. Gröndal er
oft mjög rómantískur, ójarðbundinn í
kvæðum sínum, og ætlar auðsjáanlega að
ljá þeim „meir eða minna mystískan
hlæ“, svo notuð séu hans eigin orð úr
fyrirlestrinum. Ahrif frá þessum há-
stemmda kveðskap Gröndals hafa skemmt
mörg kvæði Kristjáns Jónssonar.
Rómantíkin á seinni hluta 19. aldar
reis hæst í skáldskap Gríms Thomsen,
cn ég hygg, að hann hafi ekki orðið fyrir
miklum beinum áhrifum frá þýzkum
skáldum, og svo er vitaskuld um fleiri
skáld, því rómantíkin gat náð til þeirra
annars staðar frá en Þýzkalandi, enda
þótt þar sé hún upprunnin.
*
Raunsæisstefnan var mótvægi gegn
rómantíkinni, en þegar skáld gerðust
þreytt á veruleikanum, kom fram ný
stefna, þýzk-austurrísk að uppruna, sem
var að nokkru leyti afturhvarf til róman-
tísku stefnunnar. Þessi nýja stefna hefur
verið kölluð nýrómantík. Vér Islendingar
eignuðumst brátt nýrómantísk skáld, cn
flest munu þau hafa kynnzt nýrómantík
Norðurlanda, og er því lítið, cf nokkuð
um það, að einstök þýzk, nýrómantísk
skáld hafi sett svip sinn á ljóðagerð ís-
lenzkra skálda. Eins og Schelling hafði
verið helzti heimspekingur rómantísku
stefnunnar, varð Nietzsche aðal heim-
spekingur hinna nýrómantísku skálda.
Um hann er til kvæði eftir Sigurð Sig-
urðsson frá Arnarholti, svo auðséð er,
að hann hefur svifið yfir vötnum þessara
skálda hér heima á íslandi. Einar Bene-
diktsson hneigðist til nýrómantísku stefn-
unnar. í skáldskap hans her auk þess á
dýrkun einstaklingsins, hinu andlega
stórmenni, sem vaxið er frá hinu smá-
vægilega, og sækist eftir fegurð og mikil-
leik. Sá andi, sem í þessu viðhorfi felst,
var áberandi hjá vissum þýzkum höfund-
um á sama tíma og Einar orti sín helztu
kvæði. T. d. er margt keimlíkt með þeim
Stefan George og Einari Benediktssyni í
þessu efni, enda þótt George yrki einkan-
lega lýrískt en Einar epískt. Ég veit ekki,
hvort Einar hefur nokkurn tíma kynnzt
kvæðum Georges, en svo mikið er víst,
að hugmyndaheimur þeirra er í mörgu
áþekkur, nema George verður ekki tíð-
rætt um algyðistrú á sama hátt og Einari
og bragarhættir þeirra eru ólíkir, en hinn
kaldi og marmarakenndi svipur ljóðlín-
anna er áþekkur. Ég hef ekki kynnt mér,
hvort Einar muni hafa orðið fyrir bein-
um áhrifum frá Nietzsclie, en óbeint til
hans má vafalaust að einhverju leyti
rekja sumt af því, sem einkennir viðhorf
Einars.
*
Það sem af er 20. öld, hafa þýzkar
bókmenntir haft til muna minni áhrif á