Andvari - 01.05.1961, Side 67
ANDVAHI
RÍMUR OG RAUNVÍSINDI
65
þess mun ég flokka námsgreinarnar niður
samkvæmt eðli þeirra og gera grein fyrir
hlutföllunum á milli þeirra í stundar-
skrám helztu skólanna, eins og þær voru
árið 1959. Mér hefur þótt hentugt að
flokka námsgreinarnar í 6 flokka: í. 1.
og 2. flokknum eru þær námsgreinar,
sem alltaf hljóta að koma fyrstar, en
það eru tungumálin, undirstaða allrar
hugsunar og fræðiiðkana. Tel ég móður-
málið í 1. flokki en öll erlend mál til
samans í 2. flokki. í 3. flokki er saga
og landafræði, en þessar greinar til sam-
ans byggja upp, bæði í tíma og rúmi,
það svið, sem hver maður, eða öllu heldur
rnannkynið í heild, á að dvelja og starfa
á. í 4. flokki tel ég stærðfræðina, sem er
ein aðalundirstaða raunvísindanna, en í
5. flokki koma svo raunvísindin sjálf eða
náttúrufræðin. Til náttúrufræða tel ég:
eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, jurta-
fræði, dýrafræði og líffræði alls konar.
Til 6. flokksins teljast svo allar aðrar
námsgreinar, svo sem kristinfræði, skrift,
handavinna, söngur og leikfimi. Er þá
næst að athuga, hversu mikill hluti náms-
tímans á hinum ýmsu fræðslustigum er
aetlaður hverjum hinna 6 flokka.
Við byrjum á barnaskólunum. f þeim
eru sex bekkir, 7 ára til 12 ára börn. Lið-
lega 14 hluti námstímans í barnaskólun-
um eða 27% fer í móðurmálskennslu,
15% fer í sögu, landafræði og náttúru-
fræði til samans og liðlega annað eins,
eða 17% í reikning. í 6. flokkinn, þ. e.
aðrar námsgreinar, fara um 34 af náms-
tímanum eða 40%. Erlend mál eru engin
kennd í íslenzkum barnaskólum.
Að afloknum barnaskóla, eða á 13.
aldursári taka við gagnfræðaskólar, sem
eru dálítið mismunandi. Tveir fyrstu
bekkirnir eru þó alls staðar nær eins og
er þar um skyldunám að ræða. En þegar
þessum tveim bekkjum lýkur, er um tvær
leiðir að velja. Annars vegar er sú leið,
sem endar með gagnfræðaprófi eftir 2 ár,
þ. e. hið almenna gagnfræðanám. En hins
vegar er sú leið, sem liggur upp í mennta-
skólana, og eru það einnig 2 bekkir
(landsprófsbekkur og 3. bekkur í mennta-
skóla).
Við víkjum fyrst að hinu almenna gagn-
fræðanámi. Gagnfræðaskóli er þýðing á
realskóli, en real þýðir raunverulegur.
Hefur verið gert ráð fyrir, að þarna skyldu
unglingarnir fyrst og fremst kynnast því
raunverulega þ. e. raunvísindunum. Við
skulum sjá, hvernig gagnfræðaskólarnir
rækja það hlutverk. Af námstímanum
fara þar 16% í móðurmál, 21% í önnur
mál, 12% í sögu og landafræði, 14% í
stærðfræði, en aðeins 7% í náttúrufrædi.
I alls konar aðrar greinar, 6. flokkinn,
fara 30% námstímans.
Gagnfræðanám þeirra, sem ganga upp
í menntaskóla, er að því leyti frábrugðið
hinu almenna gagnfræðanámi, að rninni
tíma er eytt í 6. flokk (aðrar greinar) eða
22% í stað 30%. Aftur á móti er meira
í erlendum málum, 26% í stað 21% og
10% í náttúrufræði í stað 7%.
Aðrir skólar, er taka við nemendunum
eftir 2—3 bekki gagnfræðastigsins eru
þessir: sjómannaskóli, vélskóli, húsmæðra-
skólar, bænda- og garðyrkjuskólar, iðn-
skólar, verzlunarskólar, o. s. frv. Allir
þessir skólar leggja aðaláherzluna á þá
sérfræðigrein eða atvinnugrein, sem þeir
eru við kenndir. Munu þeir ekki komast
hjá því að fara eitthvað út í þær greinar
náttúrufræði, sem sérgrein þeirra byggist
á, en sú fræðsla virðist þó mjög af skorn-
um skammti.
Þá er komið að lærdómsdeildum
menntaskólanna, en þar er um þriggja
ára nám að ræða. í stærðfræðideildum
fara af námstímanum í móðurmál 11%,
erlend mál 26%, sögu og landafræði 8%,
stærðfræði 17%, náttúrufræði 27% og í
annað 11%. Hér er sem vera ber náttúru-
5