Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 74

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 74
72 UNO VON TROIL ANDVARI meira að segja varla til þar. Órækar sann- anir eru þó fyrir því, að miklir skógar uxu hér í fyrndinni. Korn vex þar ekki heldur, þó að í fimm eða sex görðum, hinum einu í landinu, vaxi kál, rófur, ertur og steinselja. Hér fara á eftir fáein orð um íslenzkar bókmenntir. Fyrir fimm til sex öldum voru Islendingar nafnkunnir fyrir bók- menntastörf og sögufróðleik. Ur þeirra hópi get ég nefnt mörg skáld, er veg- samað hafa hetjudáðir norrænna forn- konunga, og hinum fræga Snorra Sturlu- syni eigum við að þakka fyrstu skímuna í sögu Svíþjóðar. Því liöfum við metið íslenzk rit svo mikils að smala þeim úr landinu, þar sem þau eru nú svo fágæt orÖin, að hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki fengið að sjá nema fjögur eða fimm íslenzk handrit allan tímann, sem ég var á íslandi. Upp til sveita hefur fornmál okkar varðveitzt hér um bil hreint, en við sjávarsíðuna, þar sem viðskipti eru mest við danska kaupmenn, hefur það tekið nokkrum breytingum. Margir töl- uðu vel dönsku, en þeir, sem ekki kunnu hana, áttu hægara með að gera sig skilj- anlega við okkur Svía en Dani. I land- inu eru þrjár eða fjórar rúnaristur, en ungar og einskis virði. Ég gat þess hér að framan, að íslend- ingum þykir gaman að þylja fornsögur sínar, en þær eru nær einu minjarnar um snilli forfeðra þeirra. Nú er fátt um skáld í landinu, og fæstir prestanna kunna annaÖ en latínu, sem þeir læra í stóls- skólunum í Skálholti og á Hólum. Nokkrir þeirra hafa numið við háskól- ann í Kaupmannahöfn. Kynntist ég þremur ágætum lærdómsmönnum, eink- um í norrænum fornfræðum: Finni bisk- upi Jónssyni í Skálholti, sem er að rita íslenzka kirkjusögu, Gunnari prófasti Pálssyni og Hálfdani rektor Einarssyni á Hólum. Það er alkunna, að prentsmiðja er í landinu. Við könnumst allir við fágætu Skálholtsútgáfurnar af Ólafs sögu Tryggvasonar, Landnámu, Grænlendinga sögu og Kristni sögu, en ekki grunaði mig, að prentsmiðjan væri jafn gömul og raun ber vitni. Svíinn Jón Matthíasson flutti þangaö prentsmiðju á árunurn 1520—30, og árið 1531 prentaði hann Breviarium Nidarosience.1) Ég safnaði íslenzkum bókum eftir föngum, fágæt- ust þeirra er Biblían, prentuö á Hólum 1584 í tvíblöðungsbroti. Ég vona, að fimmtán áður óþekktar sögur verði ekki óvelkominn fengur. Af þessu getur minn herra ráðið, að ég sló ekki slöku við. Viðfangsefni okkar voru áður ókönnuð og heillandi, og við þetta allt bættist félagsskapur þeirra Banks og Solanders. Annar þeirra er nemandi von Linnés okkar og honum samboÖinn, kátasti piltur og góðhjartað- ur. Hinn er maður um þrítugt, fróðleiks- fús, einbeittur og óþreytandi að hverju sem hann gengur, einlæglega opinskár og frjálsmannlegur í framgöngu, aðdáandi fagurra bókmennta og lista. Minn herra sér, að ég þarf ekki að iðrast fararinnar. Ég hafði nærri heitið mér þeirri ánægju að sjá herra Banks og doktor Solander í Svíþjóð á komandi ári, en nú ætla þeir að staldra við um stundarsakir í Englandi. Ég harma það, að doktor Solander er með öllu glataður föðurlandinu, vegna þess almenna álits, sem hann nýtur hér, og nýrrar og betri stöðu við safnið2) en hann hefur áður haft. FerÖasagan úr SuÖur- hafsleiðangrinum verður tilbúinn nú í apríl eða maí. Þeir eru þegar byrjaðir að 1) Venjulega kölluð Breviarium Holense og líklega prentuð 1534. Þýð. 2) Af ensku þýðingunni má ráða, að hér sé átt við British Museum, sem í þann tíð var einnig náttúmfræðasafn. Þýð.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.