Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 77

Andvari - 01.05.1961, Side 77
ANDVARI BRÉF FRÁ ÍSLANDI 75 gera eirstungumyndir af söfnum sínum, og það velgir þeim undir uggum næstu sex eða sjö árin, því að eirstungurnar verða ekki færri en tvö þúsund. Ef ég ætti að lýsa söfnum þeirra, sem eru afbragð, svo að við hæfi sé, yrði ég að vera náttúrufræðingur. Þeir eiga rúm- lega þrjú þúsund fiska og önnur dýr í vínanda, og er meiri hluti þeirra áður ókunnur. f jurtasafni þeirra gæti líflæknir og riddari von Linné fcngið mikið efni í nýja viðauka við rit sín, því að margt eiga þeir í fleiri en einu eintaki, og vona ég að eitthvað af því eigi eftir að koma til Svíþjóðar. Þegar ég er búinn að skoða Holland, ætla ég að leggja krók á hala minn til Þýzkalands og heimsækja Michaelis, og vona ég að fá senn að sjá mína kæru Svíþjóð aftur, þar sem mér í eigin persónu hlotnast sá heiður o. s. frv. Grein þessi er kafli úr bókinni Bréf frá íslandi eftir sænska guðfræðing- inn Uno von Troil, síðar erkibiskup í Uppsölum, en hann kom hingað til lands árið 1772 í fylgd með Sir Joseph Banks. Bók Uno von Troils kom út í Svíþjóð árið 1777 og var síðar þýdd á þýzku, ensku, frönsku og hollenzku, en hún þykir ein af ágætustu ferðabókum um ísland. Bréf frá íslandi kemur út á vegum bókaútgáfu Menningarsjóðs næsta haust, í þýðingu Haraldar Sigurðssonar bókavarðar.

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.