Andvari - 01.05.1961, Side 79
ANDVAIU
VAXTARÁÆTLUN VHGNA MANNHJÖLDA
77
óbreyttum hraða ætti kynstofninn að
verða 860—900 þús. unr 2040 og 1840
þúsund til 2 milljónir um 2080. Þessi
vitneskja þarf að færa íslendingum kjark,
en engan bilbug, þótt nokkurt torleiði sé
að marki.
Helzta efasemd um réttmæti þessara
talna er byggð á því, að á kreppuárum
eftir 1930 fækkaði mjög fæðingum og
kunnátta til að hindra þær mun nú vera
jafngóð hér og með fremstu tækniþjóð-
um. Það, að fæðingar eru nú tíðar, sýnir
að vísu hér, líkt og reynt þykir í Austur-
Evrópu, að kunnáttan leiðir því aðeins
til þjóðarstöðvunar, að efnalegar og and-
legar orsakir valdi kreppu. í þessari grein
hef ég ekkert leyfi til að spá henni.
Framfarir í læknisfræði og heilsugæzlu
kvenna og barna og dálítil lækkun gift-
ingaraldurs munu einnig stuðla að auk-
inni fjölgun. Mönnum er frjálst að gizka
á tölur, en ef ekki skal gizka, heldur
reyna að reikna, er það áreiðanlega talan
400 þúsund, sem næst sanni fer. Frávik
upp fyrir það gætu vart numið miklu,
nema skyndiinnflutningur gerðist. Frá-
vik niður á við geta því aðeins numið
miklu, að okkar bíði einhvers konar ófarir,
og þau út af fyrir sig gætu leitt af sér
ófarir.
Segjum, að við hugsuðum lítið eitt of
smátt og undirbyggjum aðeins rúm fyrir
350 þúsund á Islandi um 2000. Með því
gæti það áunnizt, að afgangur fólks hvern
áratug yrði fluttur út eða tafið fyrir því,
að hann fæddist, en erlendur þrýstingur
1995—2000 mundi þó knýja íslendinga
til að leyfa innflutning svo mikinn, að
íbúar yrðu engu að síður 400 þús. þá.
Bezt er að auka innlenda stofninn, þótt
við höfum ekki mjög á móti innflutningi
þeirra þjóðbrota, sem eru nógu smá, svo
að þau íslenzkist fljótt. Og undan for-
sjánni fyrir 400.000 manna þjóðarbúi geta
íslendingar alls eigi flúið.
Það ætti að vera áhættuminnsti kost-
urinn að miða þegar við 400 þúsundin.
Lítil umframeyðsla vaxta og erfiðis lægi
arðlaus fyrir því, þótt talan fylltist 5
árunum síðar en ætlað er. Gæti eins
fyllzt 2—4 árum fvrir 2000. Einnig kann
að þykja ráðlegt að flytja inn á hverjum
áratug (samkvæmt kvóta um menn hvers
þjóðernis) það, sem þá kynni á það að
skorta, að fjölgunin stefni hlykkjalaust
í 400 þúsunda markið.
í vinnuaflsskorti liðins áratugs hefði
þurft hér innflutning sjóvanra manna.
Þegar vinnuafl kann að skorta framvegis
á tímabilum, mun það meir eða eigi síður
verða til vinnu í landi, og er þá um fólk
frá mörgum löndum að velja. Innflutn-
ingur á starfsliði til framleiðslunnar hefur
þess kyns efnaleg áhrif, að hann getur
ekki orðið til þess við núverandi aðstæð-
ur, að íslendingar hafi minni atvinnu sem
þjóðarheild, heldur ávallt meiri á eftir.
íslenzkt fólk, sem úr landi fer, gerir það
sjaldan í þeim tilgangi að taka erlendis
þá tegund starfs, sem útlendir ynnu hér,
það er ekki vanalegt verkafólk. Landflótti
héðan tæki til tveggja annarra tegunda,
ef hann yrði verulegur. Lítum snöggvast
á hann.
Fyxstu kynslóðir stúlkna með góða
enskumenntun flytjast mjög burt með
biðlum herliðs og ferðamannastraums í
hverju smáríki eða á vegum framhalds-
náms erlendis, fegurðarsýninga og við-
skiptatækni. Sjaldan verður útlendingur
íslenzkur við það að kvænast íslenzkri
brúði. En jafnskjótt og hlutverk íslenzkra
kvenna í heimalandi eykst að fjölbreytni,
mun talsvert draga úr búsetu þeirra er-
lendis. Hraðinn á byggingu íbúða í land-
inu mun og ráða talsverðu, m. a. urn
lækkun giftingaraldurs, en hár giftingar-
aldur er t. d. á írlandi rík orsök til land-
flótta.
Að frátöldum Ameríkuflutningum, sem