Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 86

Andvari - 01.05.1961, Síða 86
84 BJÖRN SIGFÚSSON ANDVARl eyjar, Þorlákshöfn, og 1—2 þús. á sama tíma í staði eins og ísafjörð, Neskaup- stað, Ólafsfjörð, Sauðárkrók, Siglufjörð. Jarðylur til húsahitunar í 3—5 af þess- um kaupstöðum veldur nokkru um mat á þeim. Iðnaður vegna háhitasvæðis eða fallvatns í nánd er óviðkomandi þessu mati, en skal getið síðar. Ef við leggjum saman mannfjölda 5 síðastnefndu kaupstaðarma og bætum þar við íbúatölu Borgarness, Dalvíkur, Pat- reksfjarðar og Stykkishólms, eru það 12.500 íbúar. Ef staðirnir tvöfaldast að meðaltali til aldamóta, verða þar 25 þús- und, og 26. þúsundið leggur Seyðisfjörður til, sem einn var nú ótalinn kaupstað- anna. Séu Stór-Reykjavik ætluð 180 þús- und, en iðnaðarkaupstöðum afgangur þjóðar, getur áætlunartafla mín litið þannig út um árið 2000: Höfuðstaður og Hafnarfjörður .. 180 þús. Sýslur (varleg miðlunarágizkun) 84 þús. Tíu smákaupstaðir ............ 26 þús. Sjö eða fleiri stærri kaupstaðir . . 110 þús. Samtals 400 þús Hinir stærri kaupstaðir eru sýnilega sá þáttur búsetu- og atvinnuþróunar, senr sundurleitastar hugmyndir birtast um, sérlega meðan ný iðnvæðing þeirra er einungis í aðsigi og fyrri iðjutegundir enn á sama bernskuskeiði og í smákaup- stöðunum. Gamalkunn reikningsaðferð frá 19. öld er að hugsa landsfjórðungum fyrir höfuðstað hverjum um sig og eigna þeim sama hraðvaxtarlögmál og Reykja- vík fylgdi 1890—1960. Síðan Isafjörður og Seyðisfjörður reyndust engu vaxtarlög- máli fylgja í þessa átt, fóru menn að horfa á aðra staði. Núna sýnist mönnum, að Ólafsvík ætti með óbreyttum hrað- vexti að gerast stærstur útgerðarbær Vesturlands innan aldarfjórðungs (að Rifi meðtöldu). Það dæmi nefni ég til þess eins að sýna, hve allt tal um „höfuð- stað Vesturlands" er ótímabært og til- gangslítil spá. Með tilkomu flugvallar og héraðsmiðstöðvar að Egilsstöðum var sá ágæti miðdepill gerður að sams konar höfuðstað og samgangnamiðstöðin Blönduós hefur verið heila öld. Enn er hinn eldri brúar- og flugstaður helmingi stærri og með nærri helmingi mannfleira hérað kringum sig (Idúnvetningar alls 3.7 þús., þar af 2.3 þús í austursýslunni, en íbúar Fljótsdalshéraðs og Jökuldals eru 1927). Eins og útgerðarþorpið Skaga- strönd verður aldrei flutt til Blönduóss, verða eigi fluttir til Héraðs fiskibæirnir Eskifjörður, Höfn, Neskaupstaður, Seyð- isfjörður né Vopnafjörður, sem virðast þó engir geta keppt við Egilsstaði um hlutverk „höfuðstaðar“. Vöxtur aust- firzkra bæja hlýtur að verða allur á dreif næstu áratugi og fremur hægur. Kostnað- ur við að ná þar jarðhita eða mikilli fall- vatnsorku virðist mjög til hindrunar. Þróun kringum Breiðafjörð og Húnaflóa lýtur sama lögmáli. Tarðhiti, sem á þeim stöðum finnst, dreifir fremur en sameivi- ar, og svo er um fleiri gæði þeirra. Annað mál er um Akureyri sem gamlan og nýjan höfuðstað menningar- og at- vinnulífs í fjórðungi, sem hefur 30 þús- und íbúa og hefur fjölgað þeim undan- farið, meðan Gullbringu- og Kjósarsýslu- svæðið dró úr öðrum landshlutum miklu meira en fjölgun þeirra nam. Á því svæði ætla ég helmingi landsmanna að búa um aldamót, því að helmingur býr þar nú, og verður þessarar ætlunar vart í áætlun- artöflu minni að framan. í samræmi við það ætla ég Norðurlandi að halda um 2000 eigi færra fólki en orðið getur með heimafjölgun Norðlendinga, og ef ég hækka töluna af smáorsökum um 2—3%, verða 70 þúsund búsett norðan lands, og þá fæ ég sömu reikningsniðurstöðu og Valdimar Kristinsson 1958 um það, að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.