Andvari - 01.05.1961, Blaðsíða 86
84
BJÖRN SIGFÚSSON
ANDVARl
eyjar, Þorlákshöfn, og 1—2 þús. á sama
tíma í staði eins og ísafjörð, Neskaup-
stað, Ólafsfjörð, Sauðárkrók, Siglufjörð.
Jarðylur til húsahitunar í 3—5 af þess-
um kaupstöðum veldur nokkru um mat
á þeim. Iðnaður vegna háhitasvæðis eða
fallvatns í nánd er óviðkomandi þessu
mati, en skal getið síðar.
Ef við leggjum saman mannfjölda 5
síðastnefndu kaupstaðarma og bætum þar
við íbúatölu Borgarness, Dalvíkur, Pat-
reksfjarðar og Stykkishólms, eru það
12.500 íbúar. Ef staðirnir tvöfaldast að
meðaltali til aldamóta, verða þar 25 þús-
und, og 26. þúsundið leggur Seyðisfjörður
til, sem einn var nú ótalinn kaupstað-
anna. Séu Stór-Reykjavik ætluð 180 þús-
und, en iðnaðarkaupstöðum afgangur
þjóðar, getur áætlunartafla mín litið
þannig út um árið 2000:
Höfuðstaður og Hafnarfjörður .. 180 þús.
Sýslur (varleg miðlunarágizkun) 84 þús.
Tíu smákaupstaðir ............ 26 þús.
Sjö eða fleiri stærri kaupstaðir . . 110 þús.
Samtals 400 þús
Hinir stærri kaupstaðir eru sýnilega sá
þáttur búsetu- og atvinnuþróunar, senr
sundurleitastar hugmyndir birtast um,
sérlega meðan ný iðnvæðing þeirra er
einungis í aðsigi og fyrri iðjutegundir
enn á sama bernskuskeiði og í smákaup-
stöðunum. Gamalkunn reikningsaðferð
frá 19. öld er að hugsa landsfjórðungum
fyrir höfuðstað hverjum um sig og eigna
þeim sama hraðvaxtarlögmál og Reykja-
vík fylgdi 1890—1960. Síðan Isafjörður
og Seyðisfjörður reyndust engu vaxtarlög-
máli fylgja í þessa átt, fóru menn að
horfa á aðra staði. Núna sýnist mönnum,
að Ólafsvík ætti með óbreyttum hrað-
vexti að gerast stærstur útgerðarbær
Vesturlands innan aldarfjórðungs (að
Rifi meðtöldu). Það dæmi nefni ég til
þess eins að sýna, hve allt tal um „höfuð-
stað Vesturlands" er ótímabært og til-
gangslítil spá. Með tilkomu flugvallar og
héraðsmiðstöðvar að Egilsstöðum var sá
ágæti miðdepill gerður að sams konar
höfuðstað og samgangnamiðstöðin
Blönduós hefur verið heila öld. Enn er
hinn eldri brúar- og flugstaður helmingi
stærri og með nærri helmingi mannfleira
hérað kringum sig (Idúnvetningar alls 3.7
þús., þar af 2.3 þús í austursýslunni, en
íbúar Fljótsdalshéraðs og Jökuldals eru
1927). Eins og útgerðarþorpið Skaga-
strönd verður aldrei flutt til Blönduóss,
verða eigi fluttir til Héraðs fiskibæirnir
Eskifjörður, Höfn, Neskaupstaður, Seyð-
isfjörður né Vopnafjörður, sem virðast
þó engir geta keppt við Egilsstaði um
hlutverk „höfuðstaðar“. Vöxtur aust-
firzkra bæja hlýtur að verða allur á dreif
næstu áratugi og fremur hægur. Kostnað-
ur við að ná þar jarðhita eða mikilli fall-
vatnsorku virðist mjög til hindrunar.
Þróun kringum Breiðafjörð og Húnaflóa
lýtur sama lögmáli. Tarðhiti, sem á þeim
stöðum finnst, dreifir fremur en sameivi-
ar, og svo er um fleiri gæði þeirra.
Annað mál er um Akureyri sem gamlan
og nýjan höfuðstað menningar- og at-
vinnulífs í fjórðungi, sem hefur 30 þús-
und íbúa og hefur fjölgað þeim undan-
farið, meðan Gullbringu- og Kjósarsýslu-
svæðið dró úr öðrum landshlutum miklu
meira en fjölgun þeirra nam. Á því svæði
ætla ég helmingi landsmanna að búa um
aldamót, því að helmingur býr þar nú,
og verður þessarar ætlunar vart í áætlun-
artöflu minni að framan. í samræmi við
það ætla ég Norðurlandi að halda um
2000 eigi færra fólki en orðið getur með
heimafjölgun Norðlendinga, og ef ég
hækka töluna af smáorsökum um 2—3%,
verða 70 þúsund búsett norðan lands, og
þá fæ ég sömu reikningsniðurstöðu og
Valdimar Kristinsson 1958 um það, að