Andvari

Årgang

Andvari - 01.05.1961, Side 90

Andvari - 01.05.1961, Side 90
88 BJÖRN SIGFÚSSON ANDVARI Til suðausturs, yfir Sandnes að líta, opnast fjörðurinn Vefsnir inn að bæn- um Mósjó, sem lengi var nyrzti járn- brautarendi Noregs. Þaðan er járnbraut- arleiðin 90 km til Naumudalsbotna í Þrændalögum og fylgir stöðugt ánni Vefsni, sem myndað befur dal sinn og fjörð á ísöld. f skógarfylgsnum þveránna í dalnum er hægt að rekast á svo furðu- lega hluti sem birkikrossviðarverksmiðj- una í Hattfjallsdal, meira en 70 km frá næstu höfn. Þar koma af fjallinu ofan akvegir úr Svíariki, enda kom Þórólfur þá leiðina í Vefsni, er hann átti félag við Faravið Lappmerkurkonung og bafði sótt Finnskattinn. Mósjór er uppgangsbær, smávaxinn enn, og 1958 tók þar alúmínbræðsla til starfa, hefur 250 manna starfslið og sem stendur 20 þúsund tonna ársafköst alúm- ins. Mest eru hráefnin innflutt, fram- leiðsla seld úr landi, en í framtíð segjast Norðmenn vinna betur úr henni vörur heima. Trjákvoðuvinnsla Norður-Noregs er barla lítil enn, miðað við víðlendi skóga. Þegar barrviðir spretta í stað birk- isins, fær 21. öldin hráefni til ótal gervi- efna úr þeim viði. Gervisilkiverksmiðja í Mósjó breytir nú trjákvoðunni í skart- vefnað þann, sem Þórólfur lét Þorgils gjallanda áður sækja til Bretlands í óheillaför. Flnigna tekur sjósókn béðan, aðrir sitja Lófótsmiðum nær. Sjóvanir Sand- nesingar stunda því mest flutninga með landi fram, en í heimakaupstaðnum smáiðnað og þess utan daglaunavinnu, bvar sem stórvirki skal gera, einkum inni í Rana. Þessi atvinnulýsing Sandness gildir um flest bin gömlu kauptún Há- leygja. Af Dynjarnesi sjá íslenzk augu inn Ranafjörð í þann botn bans, sem nú er frægastur, en í sömu andrá suður eyja- röð, þar sem fortíðina billir við bafsbrún: öldruðu útgerðarstórbýlin í Alöst, Þjóttu, Hesjutúnum, Veigu, Torgum, Leku, Hrafnistu. Aldaskipti, sem urðu í útgerð á íslandi, gerast og þarna. Þjóð hnappast inn í Rana, kyndir fornan smiðjueld Flrafnistumanna þar. Þunghlaðin flutningaskipin stefna norðan af djúpleið Vesturáls og Rastar inn um sund norðan Dynjarness og í Ranabotn. Þar láta Háleygir gjalla dimm- ustu nætur og jafnt helgar sem verkdaga þyngri sleggjur en hrímþursar þeirra fengju áður lyft, en að vísu knúnar þursafli fossanna nú. I háum ofnum bráðnar í raflogum þungfermi aðkomu- skipanna. Málmgrýti sótt til Kirkjuness og Narvíkur eða, ef þyrfti, til Jómalans í Bjarmalandi og Svalbarðakol flutt norðan um Dumbshaf skortir aldrei hér, en nrenn þeir, sem járnið lýja að Mó í Rana, eru svo árrisulir sem járnsmiðnum forna á Borg þótti hæfa þeim, er krefja vildi smiðjubelg sinn aura og auðlegðar, gera sér tangir og tól eins og æsir á Iða- velli. Þorpið Mór bcfði ekki færzt svo mikið í fang af eigin rammleik. Ríkisframtak hratt af stað fyrir skemmstu binu geysi- dýra bræðslufyrirtæki og sá fyrir raf- virkjunum. Styðja þurfti einnig íbúða- byggingar fyrir verkamenn og fjölskyldur og fylgja óbilgjarnri áætlun um flestallt það, sem 6—10 þúsund nýir íbúar þurfa til að festa þarna rætur. Eftir það munu vöxtur og menning rétta af sjálfsdáðum úr áreynslubognu baki sínu. Meira en 2000 verkamenn starfa á vegum verk- smiðjanna. Framleiðsla stangajárns mun aukast brátt úr 210 þúsund tonnum á ári í 300 þúsund tonn og framleiðsla á járnplötum úr 180 þús. í 270 þús. tonn, og verður víst eigi skortur járns til skipa- smíði Norðmanna hér eftir. Stórfengleik verksmiðjanna mun torvelt að sýna ókunnugum í skjótri mynd. Ranaherað og fjörður þess minna um

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.