Andvari

Volume

Andvari - 01.05.1961, Page 91

Andvari - 01.05.1961, Page 91
ANDVARI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA 89 sumt á Eyjafjörð, og virðist áþckkt raðað byggðarlögum kringum Akureyri og Mó, en vegalengdir frá Mó suður í Mósjó eru landveginn jafnlangar akvegi Hús- víkinga til Akureyrar og sjóvegurinn jafnlangur sjóleið Húsvíkinga til Sauð- árkróks (sjóleiÖir í báðum löndum lengri en akvegir milli sömu staða). Af grann- bæjum tengdum við landshlutamiðstöö- ina Mó verður Mósjór atkvæðamestur, enda héraðsmiðstöð, en iðnaðarbærinn Heimnesberg í Rana (1300 íbúar) vex upp í líkri afstöðu við Mó sem Dalvík gagnvart Akureyri. Námuauðinn í Rana skal nefna sein- ast gæðanna þar, því að hann getur mótað framtíÖ meira en nútíð. I BleikvatnshlíÖ í Korgum langt inn frá Heimnesbergi sækja menn árlega um 35 þúsund tonn af zinki, blýi og brennisteinskís í fjallið, og náman er talin umfangsmikil. Ekki mundi borga sig bræðsla á smámagni. Ótæmandi varasjóður Mós er skammt inn frá honum, í Dunaðarlandsdal (Dunder- land), og sefur sá málmur undir niði óvirkjaðra fossa, segulmögnun bans er með þeim hætti, að vinnsla járns úr hon- um er eigi fullleyst tæknivandamál enn. Að lausn þess er ákaft unnið í tilrauna- verksmiðju, sem veitir beztu vonir. Lausn gulls úr álögum var stærra afrek en að bera banaorð af ellefu, enda kvað smið- urinn forni, óvígfær orðinn: Ek bar einn / af ellefu / banaorð; blástu meir. „Skaði mikill er eftir menn slíka“ heyr- um við enn sagt þar, sem sveitir drúpa yfir Sandnesbóndanum föllnum, þeim sem dul eða rógur hafði talið konungs- efni nýs norræns ríkis. Sumum þykir Egla gefa í skyn, að Háleygir lúti Noregi vegna þess eins, að á banastund náði Þórólfur eigi að stíga þrem feturri lengra. Tvö veldi staðbetri en veldi Þórólfs var hafa komið í stað þessa ríkisdraums, sem örlar á í Eglu og seint deyr allur. Annað er hið íslenzka, sem Skallagrímur flýði til og studdi að. Hitt er, sýnist mér núna, háleygska iðjuveldið með vöxtu- lega miðborg í Rana og tilföng, sem standa enn víðar fótum en aðdrættir Þór- ólfs og Skallagríms. Bætur hafa nú verið greiddar I Iáleygj- um fyrir ríkisdraum þann, sem að hug- boði Eglu var drepinn um 890 með Þór- ólfi og húskörlum hans. Ár og dag eru þær reiddar af höndum ríkisvalds í málmi þeim, sem bróðir hans skírði viröulegu nafni: heitu gulli geislanjóts. Minnstu skiptir, hver málmur er eða framleiðslutegund og greiðsluháttur á bótum. En sá fjóröungur íslands, sem vart er óvænlegri aS eðli en hin ágætu Þrændalög í Noregi né óviðbúnari nú en forn kjarni Hálogalands var nýlega, að öllu samtöldu og vegnu, til iðjustöðva- myndunar í heilbrigðu mótvægi við höf- uÖstaÖ, getur ekki talizt hljóta neinar bætur fyrir veldishnekki sinn innan ríkis á vorum timum, nema þar komi stór- virkjanir og mannsæmandi iðnvæðing. I fyrri þætti greinar var sýnt, að með því einu móti gæti Norðurlandi haldizt á allri fjölgun sinni og íbúar þess orÖið 70 þúsund í aldarlok. Það, en ekkert smærra, veitir mótvægi og næga undir- búningsorku til hlutverka nyrðra á 21. öld, þegar hér þarf að hugsa fyrir millj- ónum framtíðarfólks í landi, eins og Norðmenn gera í dag.

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.