Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 91

Andvari - 01.05.1961, Qupperneq 91
ANDVARI VAXTARÁÆTLUN VEGNA MANNFJÖLDA 89 sumt á Eyjafjörð, og virðist áþckkt raðað byggðarlögum kringum Akureyri og Mó, en vegalengdir frá Mó suður í Mósjó eru landveginn jafnlangar akvegi Hús- víkinga til Akureyrar og sjóvegurinn jafnlangur sjóleið Húsvíkinga til Sauð- árkróks (sjóleiÖir í báðum löndum lengri en akvegir milli sömu staða). Af grann- bæjum tengdum við landshlutamiðstöö- ina Mó verður Mósjór atkvæðamestur, enda héraðsmiðstöð, en iðnaðarbærinn Heimnesberg í Rana (1300 íbúar) vex upp í líkri afstöðu við Mó sem Dalvík gagnvart Akureyri. Námuauðinn í Rana skal nefna sein- ast gæðanna þar, því að hann getur mótað framtíÖ meira en nútíð. I BleikvatnshlíÖ í Korgum langt inn frá Heimnesbergi sækja menn árlega um 35 þúsund tonn af zinki, blýi og brennisteinskís í fjallið, og náman er talin umfangsmikil. Ekki mundi borga sig bræðsla á smámagni. Ótæmandi varasjóður Mós er skammt inn frá honum, í Dunaðarlandsdal (Dunder- land), og sefur sá málmur undir niði óvirkjaðra fossa, segulmögnun bans er með þeim hætti, að vinnsla járns úr hon- um er eigi fullleyst tæknivandamál enn. Að lausn þess er ákaft unnið í tilrauna- verksmiðju, sem veitir beztu vonir. Lausn gulls úr álögum var stærra afrek en að bera banaorð af ellefu, enda kvað smið- urinn forni, óvígfær orðinn: Ek bar einn / af ellefu / banaorð; blástu meir. „Skaði mikill er eftir menn slíka“ heyr- um við enn sagt þar, sem sveitir drúpa yfir Sandnesbóndanum föllnum, þeim sem dul eða rógur hafði talið konungs- efni nýs norræns ríkis. Sumum þykir Egla gefa í skyn, að Háleygir lúti Noregi vegna þess eins, að á banastund náði Þórólfur eigi að stíga þrem feturri lengra. Tvö veldi staðbetri en veldi Þórólfs var hafa komið í stað þessa ríkisdraums, sem örlar á í Eglu og seint deyr allur. Annað er hið íslenzka, sem Skallagrímur flýði til og studdi að. Hitt er, sýnist mér núna, háleygska iðjuveldið með vöxtu- lega miðborg í Rana og tilföng, sem standa enn víðar fótum en aðdrættir Þór- ólfs og Skallagríms. Bætur hafa nú verið greiddar I Iáleygj- um fyrir ríkisdraum þann, sem að hug- boði Eglu var drepinn um 890 með Þór- ólfi og húskörlum hans. Ár og dag eru þær reiddar af höndum ríkisvalds í málmi þeim, sem bróðir hans skírði viröulegu nafni: heitu gulli geislanjóts. Minnstu skiptir, hver málmur er eða framleiðslutegund og greiðsluháttur á bótum. En sá fjóröungur íslands, sem vart er óvænlegri aS eðli en hin ágætu Þrændalög í Noregi né óviðbúnari nú en forn kjarni Hálogalands var nýlega, að öllu samtöldu og vegnu, til iðjustöðva- myndunar í heilbrigðu mótvægi við höf- uÖstaÖ, getur ekki talizt hljóta neinar bætur fyrir veldishnekki sinn innan ríkis á vorum timum, nema þar komi stór- virkjanir og mannsæmandi iðnvæðing. I fyrri þætti greinar var sýnt, að með því einu móti gæti Norðurlandi haldizt á allri fjölgun sinni og íbúar þess orÖið 70 þúsund í aldarlok. Það, en ekkert smærra, veitir mótvægi og næga undir- búningsorku til hlutverka nyrðra á 21. öld, þegar hér þarf að hugsa fyrir millj- ónum framtíðarfólks í landi, eins og Norðmenn gera í dag.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.