Andvari

Árgangur

Andvari - 01.05.1961, Síða 93

Andvari - 01.05.1961, Síða 93
Andmæli við ritdómi Nýlega hefir mér borizt í hendur And- vari með nýju sniði og að sumu leyti með nýju efni. Þar er meðal annars að finna nokkra ritdóma. Einn þeirra er um Norð- lenzka skólann eftir Sigurð Guðmundsson, en sú bók kom út 1959. Höfundur ritdómsins, Bjarni Benedikts- son frá Hofteigi, hælir bókarhöfundi öðrum þræði, en þó segir hann í öðrurn stöðum, að bók þessi sé vart lesandi, lýsingar höf- undar á mönnum og málefnum nái engri átt og fleira í sama dúr. Nú sé það fjarri mér að hyggja bók þessa alfullkomna frem- ur en önnur mannanna verk, en þó langar mig til þess að gera hér að umtalsefni tvö atriði úr ritsmíð Bjarna Benediktssonar. Fyrst er þá matarmálið á Möðruvöllum. Bjarna finnst kaflinn um það næstum óles- andi og helzt ekki eiga heima í bókinni. En hvemig var hægt að rita sögu skólans án þess að geta þess atburðar, sem næstum hafði riðið skólanum að fullu eftir tveggja ára tilvíst? Mér virðist aftur á móti augljóst, að saga matarmálsins varð að rekjast ræki- lega, eins og Sigurður hefir gert. Hún var áður til í brotum hingað og þangað. Nú finnst hún þarna í heilu lagi, og þó vantar ef til vill enn þá lítilsháttar sprota þar á. Þá vildi ég minnast á dóm Bjarna um Jón A. Hjaltalín. Um hann farast honum svo orð: „Ég fæ ekki betur séð en Jón Hjaltalín hafi verið óhugþekkur maður, og eitt er öldungis ugglaust. Hann hefir verið kaldur um hjartað. Nemendum hans hefir ekki þótt vænt um hann, né heldur hafa þeir borið í brjósti sérstaka hlýju til skól- ans. . . . Hann hefur sem sé ekki verið alveg ákjósanlegur skólastjóri á tvísýnum tíma, enda rambaði skóli hans nokkrum sinnum á glötunarharmi." Hvaðan koma Bjarna Benediktssyni heim- ildir til að fella þennan dóm um Hjaltalín? Veit hann betur og meira um þennan mann en hinir mörgu nemendur hans, sem Sig- urður vitnar sífellt til í bókinni? Um 1940 kom út á Akureyri dálítil bók, sem heitir Minningar frá Möðruvöllum. Þar lýsa 15 nemendur Hjaltalíns skólastjórn og skólavist, þar geta menn séð, hvaða hug þeir bera til skólastjórans og skólans. Þarna taka til máls ýmsir þjóðkunnir menn, svo sem Halldór Stefánsson, Björn Hallsson á Rangá, Guðmundur Friðjónsson, Sigurður á Arnarvatni og Einar á Eyrarlandi, svo nokkrir séu nefndir. Auk þess sendi Sig- urður skólameistari allmörgum nemendum Hjaltalíns spurningalista um skólastjórn og skólabrag, sem hann vitnar líka tíðum í. Allir þessir Möðruvallamenn tala af hlýj- um hug um Hjaltalín og skólann. Á vitnis- burði þessara manna byggir Sigurður Guð- mundsson mat sitt á Hjaltalín ásamt öðrum rökum. Það er mitt álit, að þetta mat Sig- urðar verði þyngra á metunum en lítt rök- studdur sleggjudómur hins unga B. B.. Þá vildi ég sérstaklega víkja að niður- lagsorðum B. B. um Hjaltalín: „. . . enda rambaði skóli hans nokkrum sinnum á glötunarbarmi." Þetta álít ég óttalega orð- um aukið. Að því er vikið hér áður, að matarmálið sæla hafði nærri tortímt skólanum. Þar viðurkenni ég, að Hjaltalín hélt ekki rétt vel á málum. En hann hefir meðal annars þær málsbætur, að hann hefir um alllangt skeið dvalið utanlands og ekki fylgzt með kröfum almennings um mataræði. Hann er líka uppalinn vestanlands og þekkir ekkert til á Norður- og Austurlandi, en þar — einkum þó austan-lands — munu hafa verið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.