Andvari - 01.05.1961, Page 94
92
ANDMÆLI VIÐ RITDÓMI
ANDVARI
gerðar meiri kröfur til fæðis og aðhlynn-
ingar en víða annars staðar á landinu. Það
var líka AustfirSingur, sem fremstur stóð
í matarmálinu á Möðruvöllum.
En Hjaltalín lærði fljótt af reynslunni,
eins og allir góðir og skynsamir menn gera.
Svo mikið er víst, að eftir þetta hljóp aldrei
nein snurða á skólastjórnarþráð Hjaltalíns.
Ummæli B. B. um að skóli hans hafi nokkr-
mn sinnum rarnbað á glötunarbarmi eru því
algerir staðleysustafir, eins og raunar hitt
um kalda hjartað, óvinsældir og lélega skóla-
stjórn.
Ég veit, að ég tala fyrir munn allra nú-
lifandi Möðruvallamanna, þegar ég segi, að
við virtum og dáðum allir Hjaltalín sem
skólastjóra og kennara og okkur þótti mjög
vænt um hann og skólann.
Þakklætisvott okkar höfum við líka sýnt
með því að mynda Hjaltalínssjóð við Akur-
eyrarskóla, sem verðlauna skal þá nemend-
ur er fram úr skara í íslenzku og ensku, en
það voru þessar námsgreinar, sem Hjaltalín
kenndi. Þegar skólinn varð 75 ára, beittu
Möðruvallamenn á Akureyri sér fyrir því
að auka sjóðinn verulega, svo hann gæti
tekið til starfa. Undir þetta tóku allir
Möðruvellingar, sem þá lifðu, og nú jókst
sjóðurinn svo, að hann veitir hin ákveðnu
verðlaun, sem ætlað var.
Ég vil að lokum nefna eitt dæmi enn um
hlýju til Möðruvallaskóla.
Bogi Ólafsson frá Sumarliðabæ var sam-
bekkingur minn á Möðruvöllum. Hann
nam síðar ensku við Hafnarháskóla og varð
kennari í þeirri tungu við Menntaskólann
í Reykjavík og er nú fyrir löngu lands-
kunnur maður. Ég kom oftast til hans, þegar
ég var á ferð í höfuðstaðnum. Tók hann þá
ævinlega frarn skólaskýrsluna frá Möðru-
völlum, og við bárum saman bækur okkar
um félagana, hverjir væru enn ofan jarðar
og hvað úr þeim hefði orðið. Svo var rætt
um skólastjórann og skólalífið. Alltaf end-
aði þetta spjall með því að Bogi sagði:
„Alltaf þykir mér Möðruvallaskólinn
skemmtilegasti skólinn, sem ég hef verið í.“
í desember 1960.
Gísli Helgason í Skógargerði.