Andvari - 01.05.1961, Page 96
RITSJÁ
Einar H. Kvaran: Mannlýsingar. Tómas GuS-
mundsson só um útgáfuna 205-|-XXXVIII
blaðsíður. Almenna bókafélagið 1959.
Þessi bók var gefin út á aldarafmæli Ein-
ars H. Kvarans í desembermánuði 1959.
Hún er, svo sem nafn hennar bendir til,
að meginstofni greinar um menn — flestar
samdar vegna afmæla eða andláts. Síðan
kemur langt „alþýðuerindi" af skyldum
toga: Skapstórar konur — urn Hallgerði
langbrók, Bergþóru Skarphéðinsdóttur og
Guðrúnu Ósvífursdóttur; þá ritgerðin Fyrir
fjörutíu árum í lærða skólanum, og að lok-
um ávarp sem höfundur flutti í útvarp á
75 ára afmæli sínu: Afstaða mín til bók-
menntanna. Efni bókarinnar er þannig ekki
allskostar samstætt; og þótt miðað væri ein-
göngu við mannaminnin, þá er heiti hennar
ekki heldur fyllilega réttmætt — það lofar
meiru en innihaldið efnir. Sigurður Nordal
gaf eitt sinn út safn frumsaminna ritgerða
af líku tagi og mannamyndir Kvarans. Hann
kallaði það Svipi, og fór nær réttu lagi.
En þetta er lítilvægt atriði. Hitt varðar
öllu, að bókin flytur verðmætt efni. í henni
birtast drög að lýsingum merkilegra manna,
sem alltaf er fengur að kynnast; hún er
kastljós yfir persónur og málefni á löngu
liðnum tíma, og hún er fjölfróð um höf-
und sinn sjálfan — einhvern mesta menn-
ingarpersónuleika, sem uppi hefur verið
með íslendingum. Við hljótum lengi að
hafa áhuga á því sem samtíðarmenn eða
vinir Gests Pálssonar, Þorsteins Erlingssonar,
Hannesar Hafsteins og Matthíasar Jochums-
sonar kunna frá þeim að segja. En Einar
Kvaran var sjálfur svo mikilhæfur maður
— svo vitur og sannleikselskur — að um-
sögn hans um þessa og þvílíka höfuðsmenn
í íslendinga sögu vekur okkur tvígildan
áhuga.
Ég ætla ekki að gera samanburð á ein-
stökum greinum þessa safns. Það hefst á
langri ritgerð um Gest Pálsson, þeirri sem
birtist með Ritum hans árið 1927. Þetta er
veigamesta „mannlýsing" bókarinnar. Einar
og Gestur voru bókmenntalegir frumherjar
og samherjar og áttu margt fleira saman að
sælda. Einar hafði síðar betri aðstöðu en
nokkur maður annar til að lýsa skaplyndi
og persónuleik Gests, enda nýtur ritgerðin
þess. Hún er rituð í senn af þekkingu,
innlifun og samúð. En Einar gerir einnig
afburðaljósa grein fyrir skáldskap Gests og
skáldlegum hugmyndum hans — og hygg
ég, að ekki hafi í annan tíma birzt ágætari
ritsmíð um höfund Kærleiksheimilisins og
Tilhugalífs. Það er sömuleiðis ástæða til
að vekja athygli á greininni um Hannes
Hafstein á stúdentsárunum; þar birtist efni
sem farið hefði forgörðum, ef Einar hefði
ekki haldið því til haga. Niðurstaða hans
í Skapstórum konum þykir mér að öllu
merkileg; hinsvegar er erindið of langt og
efni tveggja íslendingasagna rakið helzti
ýtarlega. Ég trúi ekki öðru en einhvern hafi
tekið að lengja í góðan kaffisopa, þegar
leið á þann lestur. — En sá, sem einkum
kynni að leita höfundarins sjálfs í þessari
bók, hann skyldi lesa ritgerðina um lærða
skólann. Allar greinarnar eru gagnteknar
af höfundi sínum, þrungnar persónu hans,
mildi hans, mannúð og góðvild; en í þess-
ari ritgerð segir hann bein deili á sjálfum