Andvari - 01.01.1987, Page 111
ANDVARI
GUÐSMENN OG GRÁMOSI
109
son, séra Jón bersynduga Ormsson og séra Hjört Jónsson, sem allir bera sama
svipmót: samlíðun með hinum seku. í prestinum sá Bjarni á Sjöundá vonar-
neista („Leyndist þar vonarneisti?“ bls. 56). Það væri einnig vert að bera
saman samspil sýslumannsins Guðmundar Scheving og séra Eyjólfs annars
vegar og sýslumannsins og prestsins í Grámosanum, mynstrið er furðulíkt.
Gunnar skrifar um íslenskt þjóðlíf til sjávar og sveita og slíkt verður trauðla
gert án þess að taka prestinn með. Hins vegar er Gunnar oft á tíðum að fjalla
um trúarleg og heimspekileg viðfangsefni eins og fyrr segir og af þeim
ástæðum virðist presturinn falla vel að efninu; ekki síst vegna þess að í þeirri
umfjöllun fer yfirleitt fram uppgjör við viðtekna trú og lífsviðhorf. Síðara
atriðið er þyngra á metunum þegar spurt er um stöðu prestsins í verkum
Gunnars. Báðar ástæðurnar eiga þó við um séra Sturlu í Ströndinni og
séra Ljót í Vargi í véum. Á því tímabili þegar Gunnar skrifaði þessar sögur
(1915-1920) var viðfangsefnið „Guð er dauður — þ.e. sá Guð sem kristin-
dómurinn hafði kennt kynslóðunum að trúa á“ eins og Matthías Viðar
Sæmundsson hefur réttilega bent á15. Hann segir enn fremur: „Gunnar
lýsir í hverju verkinu á fætur öðru þessari sársaukafullu vitneskju og afleið-
ingunum sem hún hefur fyrir mannlífið: rótgróinn lífsstofn kynslóðanna úr
öldum fram er orðinn að rótlausu rekaldi. Hvað er til ráða? Skáldskapur
Gunnars er þrotlaus leit að einhverju sem geti komið í stað hinnar glötuðu
heimsmyndar.“
í Ströndinni er lýst viðskiptum kaupfélags og danskra kaupmanna en sagan
fjallar þó einkum um séra Sturlu Steinsson sem er leiðtogi bæjarbúa í and-
legum og veraldlegum skilningi. Hann er alþingismaður auk þess að vera
sóknarprestur og þar að auki er hann fremstur í flokki þeirra, sem berjast
gegn hinni dönsku verslun. Með orðum Gunnars Gunnarssonar er megin-
viðfangsefni sögunnar „en Præsts Kæmpen mod Anfægtelser og Tvivl og
andre Sorger“16. í þessu sálarstríði hans endurspeglast átök samtímans um
trú og lífsviðhorf. Séra Sturla tapar baráttunni og missir vitið að lokum en
hafði í upphafi sögunnar verið ímynd þess manns, sem á óhagganlegt trúar-
traust. Spurning hans snýst um tilgang lífsins. í skáldsögunni Vargur í véum
Segir frá Úlfi Ljótssyni, sem er sonur dómkirkjuprestsins í Reykjavík. Úlfi
svipar mjög til hins hefðbundna Jesúgervings í bókmenntum og á því jafn-
framt margt skylt við aðrar persónur í verkum Gunnars Gunnarssonar svo
sem Gest eineygða í Sögu Borgarættarinnar og Grím Elliðagrím í Sælir eru
einfaldir (1920) og raunar einnig séra Sturlu.
Bent hefur verið á, að Vargur í véum fjalli í raun fyrst og fremst um séra
Ljót og þá þolraun, sem trú hans á Guð verður fyrir17. Staðföst trú hans
hjargar honum óneitanlega frá því að sogast með í ölduróti tímans og hljóta
örlög eins og séra Sturla18.