Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1987, Síða 111

Andvari - 01.01.1987, Síða 111
ANDVARI GUÐSMENN OG GRÁMOSI 109 son, séra Jón bersynduga Ormsson og séra Hjört Jónsson, sem allir bera sama svipmót: samlíðun með hinum seku. í prestinum sá Bjarni á Sjöundá vonar- neista („Leyndist þar vonarneisti?“ bls. 56). Það væri einnig vert að bera saman samspil sýslumannsins Guðmundar Scheving og séra Eyjólfs annars vegar og sýslumannsins og prestsins í Grámosanum, mynstrið er furðulíkt. Gunnar skrifar um íslenskt þjóðlíf til sjávar og sveita og slíkt verður trauðla gert án þess að taka prestinn með. Hins vegar er Gunnar oft á tíðum að fjalla um trúarleg og heimspekileg viðfangsefni eins og fyrr segir og af þeim ástæðum virðist presturinn falla vel að efninu; ekki síst vegna þess að í þeirri umfjöllun fer yfirleitt fram uppgjör við viðtekna trú og lífsviðhorf. Síðara atriðið er þyngra á metunum þegar spurt er um stöðu prestsins í verkum Gunnars. Báðar ástæðurnar eiga þó við um séra Sturlu í Ströndinni og séra Ljót í Vargi í véum. Á því tímabili þegar Gunnar skrifaði þessar sögur (1915-1920) var viðfangsefnið „Guð er dauður — þ.e. sá Guð sem kristin- dómurinn hafði kennt kynslóðunum að trúa á“ eins og Matthías Viðar Sæmundsson hefur réttilega bent á15. Hann segir enn fremur: „Gunnar lýsir í hverju verkinu á fætur öðru þessari sársaukafullu vitneskju og afleið- ingunum sem hún hefur fyrir mannlífið: rótgróinn lífsstofn kynslóðanna úr öldum fram er orðinn að rótlausu rekaldi. Hvað er til ráða? Skáldskapur Gunnars er þrotlaus leit að einhverju sem geti komið í stað hinnar glötuðu heimsmyndar.“ í Ströndinni er lýst viðskiptum kaupfélags og danskra kaupmanna en sagan fjallar þó einkum um séra Sturlu Steinsson sem er leiðtogi bæjarbúa í and- legum og veraldlegum skilningi. Hann er alþingismaður auk þess að vera sóknarprestur og þar að auki er hann fremstur í flokki þeirra, sem berjast gegn hinni dönsku verslun. Með orðum Gunnars Gunnarssonar er megin- viðfangsefni sögunnar „en Præsts Kæmpen mod Anfægtelser og Tvivl og andre Sorger“16. í þessu sálarstríði hans endurspeglast átök samtímans um trú og lífsviðhorf. Séra Sturla tapar baráttunni og missir vitið að lokum en hafði í upphafi sögunnar verið ímynd þess manns, sem á óhagganlegt trúar- traust. Spurning hans snýst um tilgang lífsins. í skáldsögunni Vargur í véum Segir frá Úlfi Ljótssyni, sem er sonur dómkirkjuprestsins í Reykjavík. Úlfi svipar mjög til hins hefðbundna Jesúgervings í bókmenntum og á því jafn- framt margt skylt við aðrar persónur í verkum Gunnars Gunnarssonar svo sem Gest eineygða í Sögu Borgarættarinnar og Grím Elliðagrím í Sælir eru einfaldir (1920) og raunar einnig séra Sturlu. Bent hefur verið á, að Vargur í véum fjalli í raun fyrst og fremst um séra Ljót og þá þolraun, sem trú hans á Guð verður fyrir17. Staðföst trú hans hjargar honum óneitanlega frá því að sogast með í ölduróti tímans og hljóta örlög eins og séra Sturla18.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.