Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 116

Andvari - 01.01.1987, Side 116
114 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI augljóst við nánari athugun. Mat skáldsins fer þá eftir því við hverju það býst af prestinum, hver er sú mælistika, sem honum hæfir. Raunsæisskáld áttu auðvelt með að finna höggstað á prestunum, jafnvel þótt þeir væru góðir og gegnir borgarar og ynnu sín störf með sóma. Mæli- stikan var sá háleiti boðskapur, sem þeir fluttu sjálfir, boðskapur nítjándu aldar með áherslu á siðræna breytni, vöxt hins andlega lífs og borgaralega hegðun. í slíku andrúmslofti mátti lítið út af bregða í fari prestsins ef hann átti ekki að verða skotspónn skáldanna. Til viðbótar þessu er prestum legið á hálsi fyrir að flytja úrelta kenningu, fræði, sem ekki eru tekin gild lengur. Hin róttæka heimspeki á síðari hluta nítjándu aldar og í upphafi þessarar með Nietzsche, Marx og Freud í broddi fylkingar sýndi kirkjunni og boðskap hennar litla miskunn. Allt þetta endurspeglast í skáldverkum raunsæisskálda og raunar í skáldverkum að meira eða minna leyti fram undir þennan dag hér á landi. Hins vegar er unnt að nota aðra mælistiku en þá sem raunsæisskáldin notuðu. Sú mælistika var vissulega tímanna tákn og sönn í réttu samhengi. Viðmiðun samtímans er önnur. Gott dæmi er presturinn í hinni nýju skáld- sögu Thors Vilhjálmssonar sem nefnd var í upphafi, Grámosinn glóir. Hér er að vísu um sögulega skáldsögu að ræða, þar sem atburðirnir sem lýst er áttu sér stað fyrir einni öld eða svo, þ.e.a.s. á þeim tíma þegar raunsæisskáldin eru að koma fram á sjónarsviðið. í sögunni er fjallað um sakamál í norðlenskri sveit seint á síðustu öld. Ásmundur sýslumaður er kominn til þess að rannsaka málið. Sóknarprest- urinn, séra Stefán Arinbjarnarson er skólabróðir hans og kunningi frá skóla- árum. Báðir eru þeir ungir að árum en afar ólíkir á flestan hátt. Presturinn er vitni í málinu auk þess að vera sálusorgari þeirra ungu hálfsystkina, sem fyrir réttinum eru. F>au áttu barn saman en deyddu það við fæðingu. Lesandinn fær takmarkaðar upplýsingar um séra Stefán. Útliti hans og fasi er að vísu allvel lýst. Því fer fjarri að þar sé lýst valdsmanni. Mynd hans minnir á elstu lýsingu sem til er af séra Hallgrími Péturssyni. Samskipti hans snerta einkum sýslumann og Sæmund Friðgeir, hinn ákærða. Einn meginþáttur sögunnar fjallar einmitt um átök embættismannanna tveggja, þar sem tekist er á um lífsviðhorf. Höfundur leiðir þá séra Stefán og Ásmund sýslumann saman með tvennum hætti. Það ber að hafa í huga að Ásmundur er í senn sýslumaður og skáld. Sem sýslumaður er hann ímynd valdsins, hlutverk hans og ásetningur er að varð- veita lífið í samfélaginu: ,,Að samfélagið megi þrífast. Að það eitrist ekki af ódæði. Að það sé hægt að halda uppi siðuðu samfélagi“ (bls. 151). Hér kemur Svartfugl Gunnars Gunnarssonar upp í hugann og orð sýslumannsins í sam- ræðum hans við séra Eyjólf (bls. 212). Þegar presturinn spyr hvort ekki megi hlífa hinum seku, þá svarar sýslumaður: „Nei, það er ekki hægt. Til þess eru
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.