Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 118

Andvari - 01.01.1987, Page 118
116 GUNNAR KRISTJÁNSSON ANDVARI að einn er yfir oss öllum sem sér allt, líka það sem vér viljum dylja og segjum ekki frá, sem kemur upp í huga vorn, allt sér hann og ... Hann er kærleikur“ (bls. 238). Með öðrum orðum: allir eru sekir fyrir Guði sem er réttlátur og vill að samfélagið sé byggt á réttlæti — en hann er miskunnsamur. Með skírskotun til samsektar og æðra réttlætis verður réttvísi þessa heims og þar með hlutverk sýslumanns ofuryfirborðslegt hvort tveggja: eru það ekki sjálf fórnarlömbin sem sýslumaður dæmir? Ætti hann ekki heldur að ákæra samfélagið? Séra Stefán spyr sjálfan sig um leið og hann segir: „Dæmið eigi svo að þér munuð eigi dæmdir verða. Hvernig á ég að dæma þá sem mér hefur verið trúað fyrir?“ (bls. 211). Sjónarmið séra Stefáns um veikleika og styrkleika svo og um réttlæti og miskunn eiga sér langa og sterka hefð. f*á hefð er meðal annars að finna sem undirstraum Dagbókar sveitaprestsins sem áður var minnst á. Hér er átt við spámannahefð Gamla testamentisins og spádóma, einkum Jesaja, um hinn líðandi þjón: messías. Guðspjallamennirnir vitna oft til orða Jesaja og geta þess, að Jesús hafi lesið upp úr riti hans í samkunduhúsunum. Einnig er greinilegt að frumkirkjan hefur skilið þjáningar Jesú í anda spádóma Jesaja um hinn líðandi þjón: hinn réttláta og þjáða. Hin spámannlega trú er pólitísk í eðli sínu, hún leggur áherslu á áhrif trúarinnar í lífi mannsins, þar með í þjóðlífinu almennt, í mótun lífsviðhorf- anna, í réttlæti og mannréttindum. Réttlæti í samfélaginu var einmitt megin- viðfangsefni spámannanna — auk miskunnsemi í mannlegum samskiptum og trúmennsku við sáttmálann við Guð. En spámennirnir voru ekki alltaf ná- tengdir helgidóminum (falsspámennirnir voru það að vísu), margir þeirra beindu einmitt harðri gagnrýni að helgihaldinu einkum ef það var sinnulaust um réttlætið. Fyrir því er þess vegna sterk biblíuleg hefð að spámaðurinn, sá sem flytur „orð drottins“, komi úr óvæntri átt, jafnvel frá þeim sem virðast ,,vantrúaðir“. í hinni spámannlegu hefð haldast tvö grundvallarhugtök náið í hendur: réttlæti og miskunnsemi. Það á einnig við um Grámosann, það réttlæti, sem séra Stefán beinir spjótum að er hið forgengilega réttlæti, hið tímabundna réttlæti sem stundum er aðeins nafnið tómt. Ahugavert er loks að spyrja um ímynd prestsins í verkinu. Hver er hún? Hvert er megineinkenni séra Stefáns og lykillinn að viðhorfum hans og persónusköpun? Séra Stefáni er ekki lýst í anda skynsemisstefnunnar, ekki er hann heldur lagður á hinn siðferðislega mælikvarða raunsæisstefnunnar né heldur er hann settur í próf í trúarheimspeki. Hann gefur ekki kirkjuna í eldivið. En hann gefur þó allt sem hann á. Grundvallarviðhorf hans er samlíðunin. Meðan á messunni stendur hugleiðir presturinn altaristöfluna, mynd af krossfestingunni: „Ennþá blæddi úr síðusárinu... Hve einn, hve aleinn...“ (bls. 229). Viðhorf hans er samlíðun með þeim sem þjást, ekki aðeins þeim sem þjást saklausir heldur einnig hinum sem þjást sekir. í þeim
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.