Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1987, Page 126

Andvari - 01.01.1987, Page 126
124 SIGURJÓN BJÖRNSSON ANDVARI dýpstu sporin og orðið honum ánægjuríkust. Sumarið 1918 kom Sigurður svo alkominn til Reykjavíkur. Þá um haustið tók hann við prófessorsembætti sínu, sem fyrr segir, en hóf jafnframt að flytja Hannesar Árnasonar fyrirlestra sína fyrir almenning. Stóð flutningur þeirra fram á vor 1919. Urðu fyrirlestr- arnir alls tuttugu talsins og nefndust einu nafni Einlyndi og marglyndi. Þóttu þeir mikill viðburður í hinu fábreytta menningarlífi Reykjavíkur þeirra tíma og vöktu mikla og almenna hrifningu. Er sagt að Sigurður hafi jafnan talað fyrir fullu húsi (um 400 manns). Samkvæmt bréfi Sigurðar Nordals til vinar síns Ágústs H. Bjarnasonar mun hann í fyrstu hafa hugsað sér að nota tímann til að undirbúa fyrirlestra um bókmenntasögulegt efni, þó ekki bókmenntasögulegt yfirlit, heldur áttu þeir að fjalla um „lífsgildi skáldskaparins. Fyrirlestra mína myndi ég þá kalla eitthvað á þessa leið: Um uppruna, eðli og lífsgildi skáldskaparins, framsett sem undirstaða undir mati skáldrita“.4 Þetta er ritað snemma árs 1912, þegar Sigurður er fyrst að hugleiða möguleika á Hannesar Árnasonar styrk. Til- vitnunin ber með sér að á yfirborðinu a.m.k. sé honum naumast meira í hug en búa í haginn fyrir sig sem verðandi bókmenntakennara og fræðimann með því að skoða hinn heimspekilega og hugmyndafræðilega grunn bók- menntanna. í loftinu virðist liggja að hann ætli sér ekki síður að fjalla um seinni tíma bókmenntir en fornar bókmenntir, sem og varð raunin á eins og allir vita. Réttum þremur árum síðar, en þá var Sigurður orðinn styrkþegi af sjóði Hannesar Árnasonar, ritar hann Ágústi vini sínum annað bréf. Þar reifar hann hugmyndir sínar og hafa þær nú breyst nokkuð: „Viðfangsefnið ... Ég vona að það skýrist fýrir mér smátt og smátt, veit að það breytist þó eitthvað, en burt frá bókmenntunum, listgildi þeirra og lífsgildi kemst það sjálfsagt ekki.... Mér finnst stundum, að spurningin um lífsgildi skáldritanna sé í raun og veru spurningin um gildi tveggja lífsskoðana, sem eru margtvinnaðar saman í lífinu og kalla mætti listræna og siðræna lífsskoðun . . . . Sú fyrri vill halda við og auka hina upprunalegu margbreytni í manneðlinu, en sú síðari stefnir að einföldun, samkvæmni og samræmi. Ég gæti hugsað mér að hafa fyrri helming fyrirlestra minna um þetta efni og rannsaka svo í seinni helm- ingnum áhrif skáldritanna frá því sjónarmiði, sem fyrri parturinn hefði gefið mér“.s Þetta er allmikil breyting. Ljóst er að stefnan er öll í sálfræðilega — heimspekilega átt. Sigurður virtist vera að færast nær sjálfum sér, átökunum milli listamannsins, skáldsins og vísindamannsins í honum sjálfum. Hann átti eftir að herða enn betur á. Því að þegar til kastanna kom fjölluðu fyrirlestr- arnir um ,,tvær andstæðar stefnur í sálarlífi hvers manns“6, aðra einlynda og hina marglynda eins og hann skírði þær. Þessum stefnum lýsti hann frá þremur hliðum: — stefnum í sálarlífi hvers einstaklings — skapgerðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.