Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 70

Andvari - 01.01.2006, Page 70
68 HJALTI HUGASON ANDVARI mótað skáld strax í fyrstu bókinni.4 Snorri var enda eitt af virtustu skáldum þjóðarinnar á sinni tíð og hlaut meðal annars Silfurhestinn, viðurkenningu bókmenntagagnrýnenda, 1967 fyrir Lauf og stjörnur og Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981 fyrir síðustu bók sína.5 Nokkuð hefur verið ritað um ljóðagerð Snorra og ber þar hæst ritgerð Páls Valssonar Þögnin er eins og þaninn strengur. Þróun og samfella í skáldskap Snorra Hjartarsonar (1990). Annars snúast skrif þessi einkum um einstakar bækur, ljóð eða afmörkuð einkenni á höfundarverki skáldsins. Telur Páll það lífsviðhorf sem fram kemur í ljóðum Snorra einkennast af lífsheildarhyggju sem felur í sér að maðurinn sé „barn náttúrunnar" og svipuð lögmál gildi um mann og náttúru og að hún hafi áhrif á manninn.6 Auk þess bendir hann á áhrif frá tilvistarstefnunni (exístensíalismanum) sem þó fái á sig sérstæðan blæ hjá Snorra þar sem hann telji tilgang tilverunnar fólginn í samhljómi manns og náttúru en á þau tengsl lögðu exístensíalistar almennt ekki áherslu.7 Loks telur Páll Snorra undir áhrifum frá platónisma sem þó greini sig frá hinum upprunalegu kenningum Platóns í því að Snorri telji mögulegt að fullnægja þrá sinni eftir fullkomnun og þá í faðmi náttúrunnar og samhljómi við hana.8 Á hinn bóginn telur Páll hvergi neitt að finna í ljóðum Snorra sem bendi beint til kristindóms og bendir á að guð sé þar hvergi nefndur.9 Páll telur einnig að sú hugmynd að náttúran sé á einhvern hátt opinberun eða „kraftbirting guð- dómsins“ komi jafnvel hvergi fram í ljóðum Snorra svo fyrirferðarmikil og margræð sem náttúran þó sé í kveðskap hans.10 Raunar telur Páll að ljóðið Bjargrista (Á Gnitaheiði) sé „eitt örfárra ljóða Snorra sem ber einhvern keim af trúarbrögðum11.11 Væri þar þá um sólardýrkun að ræða þar sem ljóðmæland- inn ákallar sólina og biður hana gefa líf, frjósemd, ást og frið.12 í tilefni af áttatíu ára afmæli skáldsins fjallaði Gunnar Kristjánsson um það sem hann nefnir trúarleg minni í ljóðum Snorra.13 Leit hann svipað á hin platónsku áhrif og Páll Valsson síðar. Hins vegar dró hann áhrif tilvistarstefn- unnar á skáldið í efa.14 Þá gerði hann meira úr trúarlegum áhrifum og jafnvel áhrifum hins kristna trúararfs á Snorra en Páll.151 grein sinni notar Gunnar þó bæði hugtökin minni og trú í víðtækri merkingu. Með minni virðist hann að minnsta kosti í sumum tilvikum eiga við hvata þess að höfundur setur verk sitt saman en ekki einstaka efnisþætti sem lýsa almennum aðstæðum og eru sameiginleg mörgum bókmenntaverkum. Þá hafnar hann hefðbundnum mun á veraldlegum og trúarlegum bókmenntum (literatura og scriptura í klassískri guðfræði) og lítur svo á að glíma skálda og annarra listamanna við mannlega tilvist og túlkun hennar, sem og spurningar um líf og dauða, séu trúarlegar í sjálfum sér. Lætur hann jafnvel að því liggja að allur skáldskapur og öll list séu trúarleg í eðli sínu.16 Hér skal því haldið fram að rétt sé að greina á milli þess sem kallað er trúarlegt og hins sem nefna má tilvistarlegt. Hvort tveggja felur vissulega í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.