Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2006, Page 79

Andvari - 01.01.2006, Page 79
andvari GEF BEYG OG TREGA ENGAN GRIÐASTAГ 77 arlamb hennar, hann var ekki firrt skáld. Glíma við þetta höfuðmein samtíðar sinnar var hins vegar rauður þráður í kveðskap Snorra og bjó hann yfir fjöl- breyttum úrræðum til að andæfa firringunni. Náttúran andstœða firringar Náttúran myndaði uppistöðu í hugarheimi og kveðskap Snorra Hjartarsonar. Eins og mönnum er eðlislægt að hugsa sig inn í víddirnar tíma og rúm, þann- ig var náttúran tilvistarleg vídd eða forsenda í hugarheimi hans. Náttúran er enda líkt og allt umlykjandi rammi í kveðskap Snorra. Ýmist er náttúran sjálft viðfangsefni ljóðanna ellegar hún eða einstök fyrirbæri hennar, fuglar, upp- sprettur, lindir, lækir, heiðar og gróður af öllu tagi, skipa veigamikinn sess í niyndmáli ljóðanna. Þetta er einkennandi fyrir fyrstu bók skáldsins en gildir einnig um þær síðari.49 Tvær megintúlkanir hafa verið settar fram á hlutverki náttúrunnar í kveð- skap Snorra og ástæður þess að hún er þar svo fyrirferðarmikil. Gunnar Kristjánsson hefur komist svo að orði að enginn komist ... hjá því að veita athygli hinni djúpu og innilegu tilfinningu skáldsins fyrir náttúrunni, allt að því lotningu. Landið, sem Snorri yrkir svo mjög um, verður gagnsœtt eða - svo notað sé guðfræðilegt hugtak - sakramentalt: hið forgengilega felur í sér skírskotun til hins óforgengilega, heilaga. Landið minnir skáldið á paradís, hið „þráða ástarland", það tekur á sig svip táknmyndarinnar, verður eins konar mýta.50 Þessa guðfræðilegu túlkun skýrir Gunnar frekar með vísun til þeirra áhrifa platónskrar heimspeki sem var eins og fyrr er á minnst áhrifaþáttur í hugar- heimi Snorra, en platónismi hefur einnig mótað kristna dulhyggju (mystik) wjög. Hún getur meðal annars komið fram sem náttúrudulhyggja sem felst í því að dulhyggjumaðurinn upplifir leyndardómsfulla sameiningu (unio niystica) við náttúruna eða öllu heldur þann veruleika sem býr að baki hinnar sýnilegu náttúru.51 Dæmi um slíka einingu telur Gunnar sig einmitt finna í ýmsum ljóðum Snorra. Páll Valsson telur aftur á móti að staða náttúrunnar í kveðskap Snorra skýrist af þeirri lífsheildarhyggju sem nefnd var í upphafi, og einnig því að Snorri noti náttúruna við þann tjáningarhátt sem nefndur er hlutlæg samsvörun tilfinninga. Nleð því er átt við að þættir ytri veruleika, í þessu tilviki náttúran og einstök fyrirbæri hennar, séu látin endurspegla tilfinningar og kenndir manna.52 Páll telur hins vegar eins og fram er komið að sjaldan ef nokkurn tímann sé að Enna dæmi þess að náttúran sé túlkuð eða tjáð trúarlega í ljóðum Snorra.53 Hér skal sett fram þriðja túlkunin sem vel getur samrýmst báðum fyrr- greindum túlkunum þótt þær séu andstæðar innbyrðis og ekki verði gert upp
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.