Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2006, Side 160

Andvari - 01.01.2006, Side 160
158 ÁRMANN JAKOBSSON ANDVARI sögu Hannesar á hófstilltan og margbrotinn hátt og færa Hannes til nútímans. Með því á hann við þátt Hannesar í þróun kvenréttinda og annarra lýðréttinda og hann minnist líka á alþjóðahyggju Hannesar. Fleira segir Guðjón eiginlega ekki um markmið sín þannig að ritdómarar hafa nógu við að bæta.1 Guðjón Friðriksson er ekki fyrsti sagnaritari Hannesar Hafstein. Raunar mætti finna það sögu hans til foráttu að hann ræðir forvera sína lítið sem ekk- ert, ekki einu sinni Kristján Albertsson sem sendi frá sér ævisögu Hannesar í þremur bindum frá 1961 til 1964. Sumar lengri ritgerðir um Hannes Hafstein eru ekki einu sinni á heimildaskrá.2 Eftir nýlegar orrahríðir um meintan ritstuld í ævisögum er vissara að geta þess strax að ekki veldur þessu óheið- arleiki og eins má gera ráð fyrir að Guðjón hafi kynnt sér vel allt það sem sett hefur verið á prent um Hannes. Þögnin um fyrri sagnarit er aftur á móti hluti af aðferð hans. Guðjón vinnur markvisst og veit við hvern hann á erindi. Hann er greinilega þeirrar skoðunar að markhópur hans þurfi ekki á viðræðu við eldri sagnaritara að halda. Eigi að síður þykir mér full ástæða til að rifja upp eldri sagnaritun um Hannes, í von um að það varpi ljósi á hana sjálfa og eins hina nýju ævisögu. Ekki er þó þar með sagt að Guðjón Friðriksson hefði þurft að hafa slíka umræðu í sinni bók heldur rek ég þessa sögu hér fyrir það brot af lesendahópi Guðjóns sem ætla mætti að hafi áhuga á því.3 II Áður en ég vík sögu að fyrri skrifum um Hannes Hafstein er rétt að fara nokkrum orðum um aðferðir og hugmyndafræði sem liggja hinni nýju sögu Hannesar til grundvallar. Þar sem ég var einn af þeim fyrstu til að nota orðið frásagnarsagnfrœði um verk Guðjóns stendur líklega upp á mig að skýra hug- takið betur.4 Frásagnarsagnfræði snýst eins og nafnið bendir til um frásögn af liðnum atburðum en ekki söguskýringar eða heimspekilega umræðu. Þær eru annað hvort fjarri eða í aukahlutverki. Það mætti kalla sagnfræðinga sem leggja stund á þessa grein arftaka epískra skáldsagnahöfunda 18. og 19. aldar sem náðu hvað best til almennings. Höfundarnir eru í nánu sambandi við lesendur sína og meginhlutverkið er að skemmta þeim og vekja til umhugs- unar með sönnum sögum, fremur en endilega að ryðja nýjar brautir í sagn- fræðilegri túlkun eða taka þátt í akademískri umræðu. Það merkir vitaskuld ekki að frásagnarfræði ryðji aldrei nýjar brautir heldur hitt að hún er alltaf einum þræði afþreying. Frásagnarsagnfræðingar líta raunar gjarnan frekar á sig sem rithöfunda en sagnfræðinga. Einn fremsti frásagnarsagnfræðingur 20. aldar var hin bandaríska Barbara W. Tuchman (1912-1989). Ekki aðeins fékk hún tvisvar sinnum Pulitzer-verð- launin fyrir óskálduð lausamálsrit heldur voru bækur hennar gjarnan met-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.