Andvari - 01.01.1942, Side 8
4
Jón Sigurðsson
ANDVÁai
dal og siðast að Holti í Svínadal. Hann var góður bóndi og
bætti Holt mjög eftir að hann kom þangað.
Faðir Magnúsar í Holti var Magnús Magnússon, bóndi í
Garði í Hegranesi, síðast í Ytra-Vallholti; hann drukknaði í
Héraðsvötnum 1859.
Bróðir Magnúsar í Garði var Brynjólfur bóndi á Gilsbakka í
Skagafirði, föðurfaðir hinna nafnkunnu gáfúmanna Magnúsar
lögfr. og Skafta Brynjólfssonar þingm. í N.-Dakota. Magnús
bóndi í Garði átti Margrétu Sigurðardóttur, af ætt Ásverja og
frændkonu Ólafs alþm. í Ási. Þau áttu mörg börn; meðal
þeirra var Elísabet, anuna Þórarins á Hjaltabakka, Rannveig,
föðurmóðir Péturs hreppstj. á Guðlaugsstöðum, og Stefán,
faðir Magnúsar kaupmanns og bónda á Flögu í Vatnsdal.
Kona Magnúsar í Holti var Margrét Jónsdóttir frá Víðimýri,
systir Sigríðar, konu Jóns Þorkelssonar rektors, og séra
Magnúsar í Laufási, föður Jóns Magnússonar forsætisráð-
herra. Björg húsfreyja í Holti og Jón Magnússon voru því
systkinabörn. Systir Bjargar í Holti var Anna húsfrevja á
Gunnsteinsstöðum, móðir Magnúsar Péturssonar bæjarlæknis
í Reykjavík og Hafsteins bónda á Gunnsteinsstöðum.
Af því, sem hér er ritað, er það ljóst, að Magnús Guðmunds-
son var af góðu bergi brotinn, að honum stóðu góðir ættstofnar
í allar áttir.
Mestu skipti þó, að hann var svo lánsamur að hljóta í vöggu-
gjöf beztu kosti sinna ættmanna, og það var heldur enginn
ættlerabragur á því, hvernig hann neytti þessara hæfileika,
eins og síðar mun verða sýnt.
Magnús ólst upp ineð foreldruin sínum, fyrst á Rútsstöðum
og síðar í Holti.
Faðir hans var mikill búsýslumaður og hélt börnum sínum
til vinnu, er þau stálpuðust. Magnús vandist því allri algengri
sveitavinnu og lærði snemma að beita kröftum sínum. Hafði
hann af því mikla ánægju; hvort heldur hann gekk að hey-
skap, skepnuhirðingu eða öðrum sveitastörfum. í fámennum
vinahóp minntist Magnús oft hin síðari árin á æskuheimili sitt
og störfin i föðurgarði. Okkur, sem á hlýddum, duldist ekki