Andvari - 01.01.1942, Side 15
ANDVARI
Magnús Guðmundsson
n
Á næstu 4 þingum átti Magnús sæti í fjárhagsnefnd, var
formaður hennar öll árin. Auk þess átti hann sæti í allsherjar-
nefnd flest árin. Nokkuð má af því marka, hvert traust sam-
nefndarmenn Magnúsar báru til hans á þessurn árum, að á
þrem þingum hafði hann framsögu meiri hluta allra mála, er
fjárhagsnefndin afgreiddi.
IV.
Haustið 1919 fóru fram alþingiskosningar, og var Magnús
Guðmundsson endurkosinn 1. þingmaður Skagfirðinga.
A aukaþinginu, sem kvatt var saman snemma á árinu 1920,
sagði ráðuneyti Jóns Magnússonar af sér, vegna þess að það
hafði ekki lengur traust þingsins. Jóni Magnússyni var þó
falið að mynda stjórn að nýju. Eftir nokkurt þóf var stjórnin
mynduð og tók við störfum þann 25. febr. 1920. Varð Jón
Magnússon forsætis- og dómsmálaráðherra. Magnús Guð-
mundsson fjármálaráðherra og Pétur Jónsson atvinnumála-
ráðherra.
Horfurnar um þær mundir, er Magnús Guðmundsson tók
við fjármálaráðherrastörfum, voru allt annað en glæsilegar og
fóru versnandi, er á árið leið. Erlendar innstæður bankanna
frá stríðsárunum voru þrotnar, mikil-eftirspurn var eftir er-
lendum gjaldeyri til margháttaðra framkvæmda og loks féllu
útflutningsvörur landsmanna stórkostlega í verði. Verzlunar-
jöfnuðurinn fyrir árið 1920 varð því óhagstæður um 22 millj.
kr. Afleiðing þessa varð, að íslandsbanki, sem þá var aðal-
bankinn, gat ekki lengur yfirfært til útlanda.
Til þess að bjarga viðskiptalífi landsmanna og koma máluni
bankanna aftur í rétt horf, afréð stjórnin að taka „enska
lánið“, sem svo var kallað, ]). e. 500 þús. sterl.pd. ríkislán, með
mjög óhagstæðum kjörum. Sannaðist hér sem oftar, að neyðin
er enginn ltaupmaður.
Harðar árásir voru gerðar á stjórnina og þá einkum Magnús
Guðmundsson fyrir þessa lántöku. Nú munu flestir eða allir
líta á þessa lántöku sem neyðarráðstöfun, sem ekki var unnt
að komast hjá.