Andvari - 01.01.1942, Side 18
14
Jón Sigurðsson
ÁNDVARI
um nafn flokksins. Varð Magnús Guðmundsson þar í minni
hluta, en reyndist þá sem oftar glöggskyggn á hugsunarhátt
almennings. Flokkurinn hlaut nafnið íhaldsflokkur og var
stofnaður af 20 þingmönnum.
Ýmsum sagði þunglega hugur um samstarfið í þessum flokki.
Flokksmennirnir voru flestir brotasilfur úr öðrum flokkum,
þar voru skapmiklir menn og óstýrilátir, er ekki höfðu fellt
sig við flokksböndin í öðrum flokkum, og margir hefðu helzt
kosið að fara sinna eigin ferða, ef þeir hefðu getað neytt sín
á Alþingi á þann hátt. Samstarfið varð ekki heldur árekstra-
laust fyrstu árin. En ég þykist ekki halla á neinn, þótt ég segi,
að engum einum manni á flokkurinn jafnmikið að þakka og
Magnúsi Guðmundssyni, að samstarfið hélzt þrátt fyrir allt og
að flokksmennirnir bræddust smám saman í eina flokksheild.
Vaxandi kynni og gagnkvæmt traust áttu einnig sinn þátt í
þessu. Fyrir þetta starf þá og síðar í flokknum verður Magn-
úsi Guðmundssyni aldrei fullþakkað af Sjálfstæðisflokknum.
Stuttu eftir að íhaldsflokkurinn var stofnaður, urðu stjórn-
arskipti, og þrír af foringjum flokksins mynduðu stjórn. Varð
Jón Magnússon forsætis- og dómsmálaráðherra, Jón Þorláks-
son fjármálaráðherra og Magnús Guðmundsson atvinnumála-
ráðherra. Þá var þröngt í búi og horfurnar ískyggilegar. Gull-
gildi krónunnar var þá komið niður í 47% og var mönnum
mikið áhyggjuefni. Var þá gripið til ýmissa ráðstafana til að
hefta fall krónunnar og mikil áherzla lögð á að takmarka út-
gjöld ríkissjóðs sem mest mátti verða.
Úr þessu rættist þó betur en á horfðist, eins og kunnugt er.
Árin 1924 og 1925 voru óvenjuleg góðæri, hátt verð og mikill
þorslcafli. Skuldirnar við útlönd greiddust og peningarnir
streymdu í ríkissjóðinn.
Reynsla undanfarinna kreppuára hafði bent á, hver háski
ríkinu var búinn af skuldabaslinu, og gerði stjórnina varfærn-
ari um notkun ríkisfjár til ýmissa framkvæmda, þótt nauð-
synlegar væru.
Jón Þorláksson lagði því höfuðáherzlu á að nota hinar auknu
tekjur til greiðslu á skuldum ríkissjóðs og fékk þar miklu á-