Andvari - 01.01.1942, Side 25
ANDVARI
Magnús Guðmundsson
21
fast á sinu máli og var þrautseigur bæði í sókn og vörn. Hann
var enginn áhlaupamaður, fór sér að engu óðslega, en hann
var svo prýðilega vel greindur, að hann fann oft öruggust úr-
ræðin til lausnar vandamálum, þótt áhlaupamennirnir yrðu
venjulega fyrri til að skila sínum tillögum.
Áður hefur verið hent á það traust og vinsældir, er Magnús
aflaði sér á fáum árum í Skagafirði. í flokki sínum átti hann
hinu sama að fagna. Það var sannmæli, er formaður Sjálf-
stæðisflokksins, Ólafur Thors, mælti við útför hans:
„Eigi aðeins þótti eigi ráð ráðið í flokki. þínum, nema þú
værir til kvaddur, lieldur var hitt langtíðast, að við fylgismenn
þínir og flokksbræður leituðum ráða þinna um flest, er okkur
hverjum einum lék hugur á að aðhafast á sviði stjórnmálanna,
og þóttu þín ráð jafnan vel gefast.“ —
Það hefur áður verið vikið að því, hvern hlut Magnús Guð-
mundsson átti í samstarfinu innan Sjálfstæðisflokksins. Einn
helzti stjórnmálaandstæðingur Magnúsar, Jónas Jónsson al-
þingismaður, víkur einnig að þessu í hlýlegri grein, er hann
ritaði í Tímann eftir lát Magnúsar. Kafli úr grein hans bregður
upp réttri og allskýrri mynd af Magnúsi Guðmundssyni, og fer
hann hér á eftir.
„Hann ýtti sér aldrei fram til mannvirðinga, var hlýr og
tillögugóður um allt samstarf í flokknum og gætinn og var-
færinn um framkvæmdir út á við.
Þegar nýliðar komu í flokkinn á Alþingi, leituðu þeir jafnan
ásjár hjá Magnúsi Guðmundssyni um frumvörp og tillögur,
meðan þeir voru að fá æfingu. En þótt Magnús Guðmundsson
sækti ekki eftir mannvirðingum, þá voru flokksbræður hans
þvi fúsari að veita honum þá þjónustu. Slíkur maður er eftir-
sóttur í hverjum þingflokki.“
Magnús Guðmundsson var mjög árvakur fyrir kjördæmi sitt
og bar hag þess mjög fyrir brjósti, og flestar meiri háttar
framkvæmdir í Skagafirði á árunum 1916—38 eiga honum og
stuðningi hans mikið að þakka. Hann beitti þó aldrei frekju
eða ágengni til að koma sínum málum fram, því allt slíkt var
honum fjarri skapi.