Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1942, Síða 26

Andvari - 01.01.1942, Síða 26
22 Jón Sigurðsson ANDVARl Þótt Magnús Guðmundsson hlífðist lítt við andstæðinga sína í stjórnmálasennum, þá var hann í eðli sínu hneigðari til friðar en styrjaldar og kaus helzt að jafna deilumálin á frið- samlegan hátt. Harðar stjórnmáladeilur voru honum ógeð- felldar og þreyttu hann. Atvikin höguðu því þó svo, að aðal- starfsár hans á stjórnmálasviðinu voru hörð baráttuár og að hann varð vegna ágætra hæfileika sinna og flokksforustu að berjast í fremstu viglínu til æviloka. IX. Magnús Guðmundsson var tæplega meðalmaður á hæð, en þrekinn, hlýlegur og prúður í framgöngu, jafnlyndur og hófs- maður í öllum greinum. Hann var mikill vinur vina sinna og trölltryggur, hollráður og hjálpfús. Þeir voru margir, er leit- uðu til hans ráða og hjálpar, öllum tók hann ljúfmannlega og leysti vandræði fjölda manna, en um það vissu fæstir. Frænd- fólki sínu og konu sinnar var hann hjálparhella, ef eitthvað bar út af. Hann var fjármálamaður og fésæll, sem hann átti kyn til. Magnús var ágætur heimilisfaðir og átti gott heimili. Kona hans var Sofía Bogadóttir Smith, bónda í Arnarbæli á Fells- strönd, og konu hans Oddnýjar Þorsteinsdóttur frá Grund í Svínadal. Voru þau Sofía og Magnús systkinabörn. Sofía er góð kona og glæsileg. Þau giftust 12. okt. 1907. Hún lifir mann sinn. Börn þeirra hjóna eru: 1. Bogi Smith, stýrimaður á mótorskipinu Skeljung, dáinn 25. ágúst 1937, ógiftur og barnlaus. 2. Björg, gift Jónasi Thoroddsen, bæjarfógeta í Neskaupstað í Norðfirði. 3. Þóra, ógift heima hjá móður sinni. Magnús Guðmundsson var heilsuhraustur alla ævi, en inni- vera og miklar kyrrsetur hafa að líkindum veildað hann. Hann kenndi lasleika á þingfundi föstudaginn 26. nóv. og gekk þá heim til sin, en var fluttur í sjúkrahús um kvöldið og skor-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.