Andvari - 01.01.1942, Side 29
ANDVARI
Um manneldisrannsóknir
25
nauðsynlegur grundvöllur undir allar frekari aðgerðir til úr-
hóta, enda hefur víða um heim verið lagt mikið kapp á þær á
undanförnum árum. Skal nú lýst nokkuð þeim aðferðum, sem
helzt koma til greina við slíkar rannsóknir.
I.
Þá er fyrst sú, að athuga alla þjóðarneyzluna í heild, sam-
kvæmt framleiðslu og verzlunarskýrslum, og er bezt að taka
nieðaltal nokkurra ára. Innflutningi matvara á ári og fram-
leiðslu i landinu umfram útflutning er jafnað niður á íbúa-
tölu landsins og þannig fengin „ársneyzla“ á hvern lands-
nianna, og út frá henni er svo reiknuð meðaldagsneyzlan.
Þessi aðferð er handhæg mjög á pappírnum, ef næg gögn
eru fyrir hendi, en í reyndinni hefur hún allverulega annmarka.
Af innflutningsskýrslum verður t. d. ekki séð, hve mikill hluti
matarins (t. d. kornvöru) fer í skepnufóður, ónýtist við geymslu
(ávextir) eða fer til annarra þarfa en beinnar neyzlu lands-
nianna, en á þessu getur munað allverulegu, og á þetta einnig
við um innlenda matvöru. Erfitt er og að fá ábyggilegar heim-
tldir um magn innlendu framleiðslunnar, eða svo mun það
a. m. k. hér á landi, því að þar verða framtöl einatt ófullko.mn-
ari, ekki sízt á því, sem framleitt er til heimilisins (garðamatur,
fiskmeti).
Upplýsingarnar, sem þessi aðferð gefur, hljóta því að verða
götóttar, þótt þær geti farið nærri lagi um sumar matarteg-
undirnar. En svo kemur og annað til greina. Að óreyndu má
gera ráð fyrir, að fæði landsmanna sé breytilegt eftir árstíðum,
kyggðarlögum (kaupstaðir, sveitir) o. fl. En það kemur hér
hvergi fram, því að dagsfæðið, sem við reiknuðum út, var
ineðaltal af ársneyzlu allrar þjóðarinnar — eins konar sam-
nefnari fyrir margs konar mismunandi mataræði — og getur
farið allfjarri því að gefa raunhæfa mynd af mataræði alls þorra
landsmanna.
Niðurstöður um mataræði, sem fengnar eru með þessari að-
ferð, verður því að nota með mestu varúð, og gildi þeirra til
samanburðar er mjög takmarkað.