Andvari - 01.01.1942, Page 33
andvahi
Um manncldisrannsóknir
29
tima, jafnframt þvi að fylgzt væri með heilsufari þeirra og
þrifum sem og öðrum aðbúnaði, mætti vænta ólíkt meiri árang-
urs en af hinum aðferðunum. En mjög er erfitt að framltvæma
slíkar rannsóknir og varla viðráðanlegt í stórum stíl. Rann-
soknir, sem gerðar eru á barnaheimilum, þar sem börnin eru
a svipuðu reki, geta þó nálgazt þessa aðferð að nákvæmni,
Þótt framkvæmdar séu sem heimilisrannsóknir.
Loks má geta um eina aðferðina enn, sem er einnig einstak-
lingsrannsókn og er helzt notuð í skólum. Hún er sú, að
spyrja börnin daglega, hvað þau hafi fengið að borða daginn
a^ur, þ. e. hvaða rétti, og er þetta skráð á þar til gerð eyðu-
Wöð. Á þennan hátt fást að vísu elcki upplýsingar um það,
Lve mikið hafi verið borðað af hverri matartegund, heklur
uðeins, hvaða tegundir sé yfirleitt um að ræða og hve oft. Aðal-
kostur þessarar aðferðar er sá, að hún krefur miklu minni
v,nnu en hinar, og ýmsar gagnlegar bendingar getur hún gefið.
Letta eru þá í helztu atriðum þær aðferðir, sem tíðkanlegar
eru til þess að afla sér vitneskju um mataræðið, -— hvaða
fseðutegundir er um að ræða og hversu mikils er neytt af hverri.
Legar gerður er samanburður á neyzlu einhverra matar-
*egunda meðal heilla þjóða, er oftast miðað við höfðatölu, svo
°g svo mikil er neyzlan eða innflutningurinn á mann, og getur
slíkur samanburður verið fullnægjandi, ef ekki er því meiri
^unur á aldursskiptingu þjóðanna.
Ln við athugun á neyzlu einstakra heimila verðum við að
ta'{a fullt tillit til þess, að neyzluþörf barna er minni en full-
0rðinna og fer mjög eftir aldri. I stað þess að miða við höfða-
tölu verður að miða við samanlagða neyzluþörf heimilisins,
°8 er hún talin í „neyzlueiningum“. Neyzluþörf karla frá 14
aia aldri (um 3000 hitaeiningar, ef miðað er við létta vinnu) er
talin ein neyzlueining og kvenna frá 12 ára aldri 0,8 eining.
9°rn innan tveggja ára eru talin jafngilda 0,2 ein., á aldrinum
ára 0,3 ein., 4—5 ára 0,4 o. s. frv.1)
*) Reyndar nota ekki allir nákvæmlega sama tölustigann, en munurinn
c llr þvi, hver er notaður, er óverulegur.